Kystens Næringsliv skýrir frá þessu og hefur eftir Gunnari Gran, forstjóra fyrirtækisins, að fyrirtækið sé einkafyrirtæki og velji sjálft viðskiptavini sína.
Á Facebooksíðu þess stendur: „Ekkert eldsneyti til Bandaríkjamanna!“
Fyrirtækið selur olíu með fram allri norsku strandlengjunni.
Sölubannið nær til allra bandarískra herskipa sem koma í norskar hafnir. Haltbakk hvetur um leið alla Norðmenn og Evrópubúa til að fylgja fordæmi fyrirtækisins.
Fyrirtækið hætti að selja olíu til Rússa fyrir þremur árum. Gran sagði að það hafi orðið til þess að tekjur marga samkeppnisaðila þess hafi aukist mikið en Haltbakk standi fast við siðferðislega stefnu sína.