fbpx
Mánudagur 03.mars 2025
Pressan

Leigusali henti 94 ára konu út eftir 70 ár í íbúðinni – Síðan tók málið óvænta stefnu

Pressan
Sunnudaginn 2. mars 2025 21:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin 94 ára Paula fékk óvænt og slæm skilaboð á aðfangadagskvöld. Leigusalinn hennar sagði henni upp leigunni en hún hafði búið í litlu íbúðinni í 70 ár. Nú var ekki annað að sjá en hún þyrfti að flytja út og á brott úr hverfinu sínu.

Þetta spurðist út og nágrannar hennar voru allt annað en sáttir. Einn þeirra, Kalle Gerigk, sem er nágranni hennar og góður vinur, greip til sinna ráða og hratt af stað undirskriftasöfnun. Undirskriftirnar voru síðan sendar til Henriette Reker, borgarstjóra í Köln. Focus skýrir frá þessu.

Í bréfinu var sett fram krafa um meiri vernd fyrir eldri borgara hvað varðar uppsögn leigusamninga. Ljóst var að mikill stuðningur var við þetta því tæplega 50.000 manns skrifuðu undir.

Þetta náði eyrum leigusalans sem sendi Paula bréf í síðustu viku þar sem hann tilkynnti að hann hafi dregið uppsögnina til baka.

„Ég er svo glöð. Nú get ég loksins sofið róleg á nýjan leik,“ sagði Paula og þakkaði Kalle og hinum frábæru nágrönnum sínum fyrir að hafa ekki látið hana standa eina á þessum erfiðu tímum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Samfaradagar“ geta aukið framleiðnina á vinnustöðum

„Samfaradagar“ geta aukið framleiðnina á vinnustöðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan um draugaflugvélina – Flaug í tvær klukkustundir á sjálfsstýringu

Ráðgátan um draugaflugvélina – Flaug í tvær klukkustundir á sjálfsstýringu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Getnaðarlimslausum manni haldið mánuðum saman í fangelsi vegna gruns um nauðgun

Getnaðarlimslausum manni haldið mánuðum saman í fangelsi vegna gruns um nauðgun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Seldar mansali og egg tekin úr legi þeirra

Seldar mansali og egg tekin úr legi þeirra