Þetta spurðist út og nágrannar hennar voru allt annað en sáttir. Einn þeirra, Kalle Gerigk, sem er nágranni hennar og góður vinur, greip til sinna ráða og hratt af stað undirskriftasöfnun. Undirskriftirnar voru síðan sendar til Henriette Reker, borgarstjóra í Köln. Focus skýrir frá þessu.
Í bréfinu var sett fram krafa um meiri vernd fyrir eldri borgara hvað varðar uppsögn leigusamninga. Ljóst var að mikill stuðningur var við þetta því tæplega 50.000 manns skrifuðu undir.
Þetta náði eyrum leigusalans sem sendi Paula bréf í síðustu viku þar sem hann tilkynnti að hann hafi dregið uppsögnina til baka.
„Ég er svo glöð. Nú get ég loksins sofið róleg á nýjan leik,“ sagði Paula og þakkaði Kalle og hinum frábæru nágrönnum sínum fyrir að hafa ekki látið hana standa eina á þessum erfiðu tímum.