Þær áttu að vera komnar heim á ákveðnum tíma, það voru reglur um hverja þær máttu umgangast og það var niður njörvað hvenær þær fengu launin síns. Þess utan voru strangar reglur um útlit þeirra.
Ein af undarlegri reglunum var að konurnar máttu ekki nota rauðan varalit. Holly Madison, sem bjó í höllinni í mörg ár, sagði í hlaðvarpinu „Ahead of the Curve with Coco Mocoe“ að nýjar stelpur í höllinni hafi getað komist upp með að nota rauðan varalit en það hafi aldrei varað lengi.
„Þegar ég var nýkomin, var ég stundum með rauðan varalit og hann sagði ekkert. Þegar maður var ný þarna, þá var farið vel með mann,“ sagði hún.
En eftir hálft ár breyttist tóninn: „Það var ekki fyrr en ég bjó í herberginu hans og var aðalkærastan hans, að honum fannst hann þurfa að skamma mig fyrir þetta.“
Hún sagðist telja að bannið hafi mátt rekja til þess að Hefner vildi að konurnar litu út fyrir að vera ungar og saklausar. Hann tengdi rauðan varalit við eldri og þroskaðri konur sem pössuðu ekki inn í þá mynd sem hann vildi draga upp.