fbpx
Mánudagur 03.mars 2025
Pressan

Fékk venjuleg sjúkdómseinkenni – Síðan kom ótrúleg staðreynd í ljós

Pressan
Sunnudaginn 2. mars 2025 15:00

Heilinn er magnaður. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í um tvær vikur glímdi franskur maður við minniháttar veikleika og verki í vinstri fæti. Þegar hann leitaði til læknis átti engin von á að þetta væri eitthvað mjög óvenjulegt því einkenni af þessu tagi koma oft fram hjá fólki og geta ástæðurnar verið margvíslegar, þar á meðal vegna ofþjálfunar, lélegs blóðflæðis eða taugaskaða af völdum sykursýki.

Einnig geta mænuvandamál valdið þessu, aldurstengd vöðvarýrnun og síðan alvarleg veikindi á borð við heilablóðfall eða MS. Læknar skoðuðu manninn og óttuðust að hann væri með taugasjúkdóm sem hefði áhrif á taugakerfið. En rannsóknir sýndu að þetta var ekki ástæðan.

Hann var því sendur í heilamyndatöku og þá kom hið ótrúlega í ljós. Á myndunum var stór hluti af svæðinu, þar sem heilinn á að vera, svartur. Ástæðan er að vökvi hafði safnast fyrir þar. Heilinn hafði því þjappast saman. Þetta hafði leitt til þess að höfuðkúpan hafði stækkað.

The Sun segir að þegar sjúkdómssaga mannsins var skoðuð hafi komið í ljós að þegar hann var sex mánaða gekkst hann undir aðgerð þar sem vökva var beint frá heilanum til hjartans því of mikill vökvi var við heilann. Ekki tókst að finna ástæðuna fyrir þessu.

Þegar hann var 14 ára fór hann að eiga erfitt með að stjórna vöðvunum og missti hluta af vöðvastyrknum í vinstri fæti. Þá var flæði vökvans frá heilanum til hjartans stillt af og leysti það málið. Þegar einkennin gerðu aftur vart við sig á fullorðinsaldri komust læknarnir að þeirri niðurstöðu að ástæðan væri stífla í einni fráflæðisrás heilans.

Lionel Feuillet, taugalæknir við Miðjarðarhafsháskólann í Marseille, sagði að þegar læknarnir sáu heilamyndirnar í fyrsta sinn hafi þeir orðið mjög hissa. Heilinn hafi verið miklu minni en hann er venjulega. „Þetta mál er einstakt að því er við best vitum,“ sagði hann að sögn The Sun.

Hann sagði að líklega hafi heili mannsins verið svona allt frá fæðingu. Þroski hans og sjúkdómssaga var annars talin ósköp venjuleg.

Þegar maðurinn gekkst undir frekari rannsóknir kom í ljós að greindarvísitala hans var 75 en það er í lægri kantinum á því sem telst venjuleg greind. En maðurinn lifði ósköp venjulegu lífi var kvæntur, átti tvö börn og starfaði sem embættismaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Samfaradagar“ geta aukið framleiðnina á vinnustöðum

„Samfaradagar“ geta aukið framleiðnina á vinnustöðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan um draugaflugvélina – Flaug í tvær klukkustundir á sjálfsstýringu

Ráðgátan um draugaflugvélina – Flaug í tvær klukkustundir á sjálfsstýringu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Getnaðarlimslausum manni haldið mánuðum saman í fangelsi vegna gruns um nauðgun

Getnaðarlimslausum manni haldið mánuðum saman í fangelsi vegna gruns um nauðgun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Seldar mansali og egg tekin úr legi þeirra

Seldar mansali og egg tekin úr legi þeirra