Reuters segir að saga kvennanna hafi hafist þegar þær svöruðu auglýsingu á Facebook þar sem auglýst var eftir staðgöngumæðrum og var þeim heitið sem svarar til um 100.000 íslenskum krónum fyrir að taka slíkt að sér.
Þær fóru síðan til Georgíu með viðkomu í Dúbaí og Armeníu. En þegar til Georgíu var komið var þeim sagt að þær ættu ekki að vera staðgöngumæður eftir allt saman. Þess í stað átti að taka egg úr legi þeirra og átti vél að gera það. Engin deyfing var í boði.
Vegabréf og önnur skjöl voru tekin af konunum og þeim var hótað að þær yrðu handteknar ef þær sneru aftur heim til Taílands.
Sameinuðu þjóðirnar segja að mansal sé það svið innan skipulagðrar glæpastarfsemi sem vex hraðast. 2021 var talið að 50 milljónir manna væru í því sem má skilgreina sem þrælahald.
Ein kvennanna sagði að henni hefði tekist að sleppa og gera samtökunum The Pavena Foundation for Women and Children viðvart. Samtökin björguðu þá hinum konunum tveimur úr ánauðinni en samtökin telja að enn sé um 100 konum haldið föngnum í Georgíu.