En í síðustu viku kvað Kirstin Hamman, dómari, upp þann dóm að hann skyldi látinn laus því ný DNA-sönnunargögn myndu þýða að hann yrði sýknaður ef réttað væri yfir honum á nýjan leik fyrir morðið.
Þegar réttað var yfir Cordeiro í fyrsta sinn 1994, klofnaði kviðdómurinn og aðeins einn kviðdómendanna vildi sakfella hann.
Þegar réttað var yfir honum á nýjan leik, var hann sakfelldur fyrir morð, rán og morðtilraun.
Nýlega tók Hawaii Innocence Project, sem vinnur að málum þeirra sem eru taldir hafa verið ranglega sakfelldir, mál hans upp á sína arma og færði rök fyrir því að hann skyldi látinn laus á grundvelli nýrra sönnunargagna, getuleysis verjanda hans og misferlis saksóknara.
Sky News segir að Andrew Martin, saksóknari í Maui, hafi ekki leynt vonbrigðum sínum með dóminn.
Kenneth Lawson, forstjóri Hawaii Innocence Project, var hins vegar ánægður og sagði að Cordeiro hafi grátið við dómsuppkvaðninguna og það hafi allt starfsfólk Hawaii Innocence Project einnig gert.
Það fyrsta sem Cordeiro sagði eftir dómsuppkvaðninguna var: „Ég vil fara og hitta mömmu.“
Ný rannsókn á sönnunargögnum, sem fundust á morðvettvanginum, útilokar að hann hafi verið þar því DNA, sem fannst þar, er ekki úr honum og það sama á við um önnur sönnunargögn, þau tengjast honum ekki.
DNA úr óþekktum aðila fannst í vösum gallabuxnanna sem Blaisdell var í þegar hann var myrtur.