fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Pressan

Kaupir klám á OnlyFans og felur fyrir konunni – „Er þetta fjárhagslegt framhjáhald?“

Pressan
Þriðjudaginn 25. febrúar 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kæra Vicky, ég fæ samviskubit yfir því að fela fyrir konunni minni þá staðreynd að ég eyði lítilli upphæð af persónulegum reikningi mínum á klámáskriftarsíðunni OnlyFans. Við höfum verið sammála um að við þurfum ekki að vita allt um eyðslu hvors annars og hún veit að ég horfi stundum á ókeypis klám – en þetta er annað. Er þetta fjárhagslegt framhjáhald?“

spyr karlmaður sálfræðinginn Vicky Reynal sem svarar spurningum lesanda á DailyMail.

„Ég held að það séu tvær spurningar hér: önnur snýst um kynferðislegt framhjáhald og hin um fjárhagslegt framhjáhald. Það er stigsmunur á því að horfa á ókeypis klám á móti OnlyFans – annað hefur með„vöruna“ að gera og hitt „verðið“,“ svarar Reynal.

Bendir hún á að grundvallarhugmynd OnlyFans er sú að í stað þess að neyta margs konar fyrirfram upptekinna myndbanda með mismunandi einstaklingum eða leikurum, gerist þú áskrifandi að einum eða fleiri tilteknum efnishöfundum – fólki sem þú hefur valið að fylgja og sem samskiptin við geta farið niður á mismunandi stig „stafrænnar nándar“.

„Þó að það sé enn um skjá að ræða (og því frábrugðið því að borga kynlífsstarfsmanni fyrir líkamleg samskipti), getur þetta form samskipta verið allt öðruvísi en að fletta í gegnum nafnlaus myndbönd á klámsíðu.

Spyrðu sjálfan þig: ef konan þín væri áskrifandi að síðu hjá ákveðnum karlkyns OnlyFans notanda, hvernig myndi þér líða?“

Vicky Reynal

Er farið yfir mörk í sambandinu með greiðslunni?

Segir Reynal að hana gruni að karlmaðurinn finni til sektarkenndar, að minnsta kosti að hluta, vegna þess og konan hans hafi ekki rætt þetta, og hvort með notkun og greiðslu á efni OnlyFans hann eða þau bæði séu að fara yfir mörkin sem traustið í sambandi þeirra byggir á.

„Þú gætir talið þér trú um að „þetta telst ekki sem framhjáhald“, en síðan gætirðu fundið fyrir óróleika vegna þess að þú viðurkennir að það veitir „persónulegri“ upplifun en ókeypis klám. Með öðrum orðum, ef annað hvort þér eða konunni þinni finnst þetta fara yfir strikið, þá er það framhjáhald – óháð hvort þú greiðir fyrir það eða ekki,“ segir Reynal.

Hún segir einnig vert að skoða eyðsluna sem karlmaðurinn eyðir í áskriftina þar sem pör hafi mismunandi skoðanir á því hvað sé sanngjarnt að eyða peningum í. Nefnir hún dæmi um Uber, sem einum finnst óþarfa bruðl meðan hinum aðilanum í sambandi finnst hann vera að greiða fyrir þægindi.

„En ef þú og konan þín hafið samið um að þið getið hvor um sig haft einhverja geðþótta eyðslu sem krefst ekki fulls gagnsæis (þ.e. ykkur er frjálst að velja hvað þið notið þann pening í), þá ætti OnlyFans að falla undir þann samnings, eérstaklega ef um er að ræða lága fjárhæð.

Hugsaðu um þetta svona: ef þetta snýst ekki um kynferðislegt/stafrænt framhjáhald, þá ætti það ekki að vera öðruvísi en 20 pundin sem þú eyðir á pókerkvöldi. Svo lengi sem það er frekar lág upphæð og innan geðþótta útgjalda þinna, þarf í raun ekki að taka á því eða tala um það.“

Er maðurinn að skuldbinda sig með greiðslum?

Reynal segir að mögulega finni maður til sektarkenndar þar sem að með því að gerast áskrifandi hjá einum tilteknum OnlyFans reikningi sé hann láta í ljós löngun sína til hans, sem er allt öðruvísi en að skoða eitthvað eitt klámmyndband sem hann opnar, horfir á og skoðar aldrei aftur.

„Með því að gerast áskrifandi að OnlyFans reikningi ákveðins einstaklings gæti þér liðið eins og þú sért skuldbundinn viðkomandi, sérstaklega ef þú notar möguleikann sem leyfir samtöl eða persónulegt efni í þessu „stafræna sambandi“.

Að vera á sömu blaðsíðu um hvar par ákveður við að draga „ótrú-línuna“, bæði í kynferðislegu og fjárhagslegu tilliti, er lykillinn að því að forðast sektarkennd, átök og varðveita einn mikilvægasta þátt sambandsins: traust.

Síðasti punkturinn til að hugleiða, það getur verið að þú finnir ekki fyrir sektarkennd vegna framhjáhaldsins. Það er mögulegt að það að borga fyrir kynferðislegt efni samræmist ekki gildum þínum. Það er auðveldara að afpersóna kynlífsstarfsmenn og líða eins og maður sé ekki raunverulegur „þátttakandi“ í iðnaði þegar þú neytir ókeypis, nafnlauss kláms – en þú gætir fundið fyrir meiri „hlutdeild“ þegar þú ert að borga fyrir þjónustuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?
Pressan
Í gær

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi daglegi vani er að eyðileggja kynlíf fólks – En það er ótrúlega auðvelt að kippa þessu í liðinn

Þessi daglegi vani er að eyðileggja kynlíf fólks – En það er ótrúlega auðvelt að kippa þessu í liðinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér fær starfsfólkið sjálfsfróunarpásu daglega

Hér fær starfsfólkið sjálfsfróunarpásu daglega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaðurinn í Ivins – „Myrkrið varð að ljósi og rétt varð rangt“

Óhugnaðurinn í Ivins – „Myrkrið varð að ljósi og rétt varð rangt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét vin sinn grafa eigin gröf eftir að hafa séð hrottalegt myndband                    

Lét vin sinn grafa eigin gröf eftir að hafa séð hrottalegt myndband                    
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að þetta myndi hann gera ef hann þyrfti að léttast

Læknir segir að þetta myndi hann gera ef hann þyrfti að léttast
Pressan
Fyrir 3 dögum

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar