Þegar málið var tekið fyrir hjá dómstólnum kom faðir hans að máli við lögreglumanninn, sem stýrði rannsókninni, og sýndi honum læknaskýrslur sonarins sem sönnuðu að níu árum áður, þegar hann var 12 ára, var honum rænt og eyra, getnaðarlimurinn og eistun skorin af honum. Hann var því með öllu ófær um að nauðga með getnaðarlim sínum.
En lögreglumaðurinn hélt þessum upplýsingum frá saksóknara málsins og ungi maðurinn dvaldi næstu 54 daga við hryllilegar aðstæður í illræmdu fangelsi.
Það var ekki fyrr en föður hans tókst að koma læknaskýrslunum til saksóknara sem eitthvað gerðist og málið var látið niður falla.
Mirror segir að nýlega hafi manninum verið dæmdar sem svarar til rúmlega sex milljóna íslenskra króna í bætur fyrir ólögmæta handtöku og varðhald.
Fyrir dómi kom að glæpagengi hafi rænt manninum þegar hann var 12 ára og fjarlægt kynfæri hans. Þetta glæpagengi sérhæfir sig í níðingsverkum af þessu tagi og selur galdrakörlum líffærin en þau nota þeir við svartagaldur.