fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Pressan

„Flugan“ handtekinn eftir níu mánuði á flótta

Pressan
Þriðjudaginn 25. febrúar 2025 07:00

Mohamed Amra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn var „Flugan“, sem heitir réttu nafni Mohamed Amra, handtekinn í Rúmeníu. Hann er franskur og hafði verið á flótta síðustu níu mánuði eftir flótta sem kostaði tvo franska fangaverði lífið.

Verið var að flytja hann úr fangelsinu, þar sem hann afplánaði dóm, í dómhús þar sem rétta átti yfir honum. Setið var fyrir fangaflutningabílnum við vegtollahlið á hraðbraut og voru tveir fangaverðir skotnir til bana áður en Amra slapp á brott.

Mikil leit hófst strax að honum og tóku mörg þúsund lögreglumenn þátt í henni. En hún bar engan árangur fyrr en á laugardaginn þegar hann var handtekinn í Rúmeníu. Franski innanríkisráðherrann skýrði frá þessu á samfélagsmiðlinum X.

Í fyrirsátinni voru þeir Fabrice Moello, 52 ára tveggja barna faðir, og Arnaud Garcia, 34 ára, sem átti von á fyrsta barni sínu, skotnir til bana. Þrír fangaverðir til viðbótar særðust.

Upptökur úr eftirlitsmyndavélum sýndu að svörtum jeppa var ekið framan á fangaflutningabílinn og að minnsta kosti tveir grímuklæddir menn báru eld að fangaflutningabílnum.

Amra, sem er um þrítugt, sat í fangelsi fyrir ýmis smáafbrot en var grunaður um að vera þátttakandi í alþjóðlegum smyglhring. Hann er talinn hafa tengsl við valdamikið glæpagengi í Marseille og var verið að rannsaka tengsl hans við mannrán og morð í borginni.

Hann er einnig grunaður um að hafa fyrirskipað morð á Frakka á Spáni árið 2023.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óhugnanlegur spádómur Baba Vanga um Pútín og Evrópu á þessu ári

Óhugnanlegur spádómur Baba Vanga um Pútín og Evrópu á þessu ári
Pressan
Í gær

Þeir vildu ekki vera aðskildir en það endaði með ólýsanlegum hörmungum

Þeir vildu ekki vera aðskildir en það endaði með ólýsanlegum hörmungum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum KGB-njósnari segir Trump hafa fengið dulnefnið Krasnov þegar hann gekk til liðs við Rússa árið 1987

Fyrrum KGB-njósnari segir Trump hafa fengið dulnefnið Krasnov þegar hann gekk til liðs við Rússa árið 1987
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum