fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Pressan

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína

Pressan
Mánudaginn 24. febrúar 2025 21:15

Kara Alexander. Mynd:Lundúnalögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í desember 2022 fundust Elijah Thomas, tveggja ára, og Marley Thomas, fimm ára, látnir á heimili sínu í Dagenham, sem er í austurhluta Lundúna. Það var faðir þeirra sem kom að þeim látnum.

Krufning leiddi í ljós að drengirnir höfðu annað hvort drukknað eða kafnað.

Sky News segir að móðir þeirra, Kara Alexander, sem er 47 ára, hafi verið sakfelld fyrir morðið á sonum sínum í síðustu viku. Hún hélt því fram að þeir hafi drukknað í baði á meðan hún svaf.

Saksóknarar byggðu málflutning sinn á því að drengirnir gætu ekki hafa drukknað fyrir slysni og að eina raunhæfa skýringin á dauða þeirra væri að Kara hefði drekkt þeim.

Drengirnir áttu að vera hjá föður sínum þessa helgi en þegar hann heyrði ekkert frá Köru, varð hann mjög áhyggjufullur og fór heim til þeirra. Þegar þangað kom, sagði Kara honum að þeir væru sofandi á efri hæðinni.

Hann fann þá sama í neðra rúminu í koju þeirra og voru þeir báðir í náttfötum.

Sjúkraflutningsmenn og lögregla komu fljótt á vettvang en ekkert var hægt að gera til að bjarga lífi drengjanna því þeir höfðu verið látnir í nokkrar klukkustundir.

Í apríl mun dómari ákveða hversu þunga refsingu Kara fær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Gurrý flytur sig um set
Pressan
Í gær

Þessi daglegi vani er að eyðileggja kynlíf fólks – En það er ótrúlega auðvelt að kippa þessu í liðinn

Þessi daglegi vani er að eyðileggja kynlíf fólks – En það er ótrúlega auðvelt að kippa þessu í liðinn
Pressan
Í gær

Hér fær starfsfólkið sjálfsfróunarpásu daglega

Hér fær starfsfólkið sjálfsfróunarpásu daglega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þetta myndi hann gera ef hann þyrfti að léttast

Læknir segir að þetta myndi hann gera ef hann þyrfti að léttast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli