New York Times greinir frá þessu.
Í frétt blaðsins kemur fram að tveir aðrir valkostir hafi staðið Brad til boða, annars vegar rafmagnsstóllinn og hins vegar aftaka með banvænni lyfjablöndu.
Fari svo að Brad verði tekinn af lífi af aftökusveit verður það í fyrsta sinn frá árinu 2010 sem það gerist í Bandaríkjunum. Utah, Mississippi, Oklahoma og Idaho gefa föngum á dauðadeild þennan möguleika en slíkar aftökur hafa þó aðeins farið fram í Utah á síðustu árum og áratugum, nánar tiltekið árin 2010, 1997 og 1996.
Brad var dæmdur til dauða fyrir hrottafengin morð á fyrrverandi tengdaforeldrum sínum árin 2001. Réðst hann á þau með hafnaboltakylfu og barði þau til ólífis. Hann ógnaði svo fyrrverandi kærustu sinni með skotvopni og nam hana á brott. Henni tókst þó að flýja úr prísundinni og hafa samband við lögreglu.