fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Pressan

Dætur Ruby Franke segja uppeldisrás móðurinnar hafa eyðilagt líf þeirra – „Þú ert að selja æsku þína“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 24. febrúar 2025 10:30

Hjónin ásamt sex barna sinna þegar allt virtist slétt og fellt á yfirborðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér finnst eins og mamma hafi notað mig fyrir peninga,“ sagði dóttirin í bréfi sem faðir hennar, Kevin Franke, las upp í yfirheyrslu þann 18. febrúar síðastliðinn hjá viðskipta-, vinnu- og viðskiptanefnd í Utah.

Í bréfinu lýsir dóttirin neikvæðri reynslu þess að vera tekin upp fyrir YouTube-rás móður sinnar. Móðir hennar, Ruby Franke, sem var hvað þekktust fyrir að deila harkalegum uppeldisaðferðum og fjölskyldulífi sínu á YouTube, hefur verið dæmd til allt að 60 ára fangelsisvistar fyrir að beita börnin sín hrottalegu ofbeldi.

Dóttirin segir að hún hafi talið að ekkert væri athugavert við að taka þátt í YouTube myndböndum fjölskyldu sinnar og hún hafi haldið að hún væri hamingjusöm, þegar sannleikurinn var sá að hún var það ekki.

„Þegar ég varð eldri áttaði ég mig á að YouTube rásin hafði eyðilagt æsku mína,“ hélt hún áfram. „En ég fékk að minnsta kosti peninga, ekki satt? Ó, ekki satt, ég gerði það reyndar ekki, því mamma tók þá alla árið 2023. 

Ég vann hart fyrir þessum peningum. Ég hegðaði mér eins og einhver sem ég var ekki fyrir framan myndavélina og ég vann mér inn þennan pening. En mér finnst eins og mamma hafi notað mig fyrir peninga.“

Dóttir Franke útskýrði síðan að hún vonaðist til að þingmenn í Utah myndu íhuga að samþykkja frumvarp sem skyldar efnishöfunda á netinu sem græða meira en 150.000 dali á ári af efni með börnum að leggja hluta af fjármununum í sjóð fyrir börn sín. 

Hún tók fram að hún skilur „meira en nokkur annar … hræðilegu aðstæðurnar sem mörg börn eru í núna, ég veit að ég er föst í áfalli YouTube.

Jafnvel núna get ég varla eignast vini, því allt mitt líf var ég miðpunktur  athygli. Núna, án þess að átta mig á því, leita ég eftir athygli frá öðrum, af því ef ég geri það ekki þá myndi ég líka illa við mig og halda að ég sé vond manneskja.“

Ruby Franke

16 ára systir barnsins endurvarpar sams konar tilfinningum í eigin yfirlýsingu sem einnig var lesin við yfirheyrsluna, þar sem hún sagðist binda vonir við að umrætt frumvarp muni „koma í veg fyrir að önnur börn þurfi að ganga í gegnum sársaukann að átta sig á því að bætur fyrir margra ára tíma og fyrirhöfn eru skyndilega horfin.“

„Sem barn áttarðu þig ekki á því hvað þú ert undirgefinn, í raun og veru,“ segir í yfirlýsingu 16 ára dótturinnar.  „Þú ert að selja líf þitt, einkalíf þitt, líkama þinn og sögur til alls heimsins. Og sem barn ertu ósjálfrátt að gefast upp á öllu þessu. Þú ert að selja æsku þína. Þó að það sé engin upphæð sem getur bætt upp fyrir tapið, þá er það minnsta sem hægt er að gera núna að tryggja að barnið fái greitt fyrir vinnu sína og hafi rétt á að fjarlægja efnið af netinu og segja skilið við það ef það vill.“ 

Seinna við yfirheyrsluna viðurkenndi Kevin Franke að hann iðraðist að hafa tekið þátt í fjölskyldurásinni með því að taka upp börn sín og deila myndböndunum á samfélagsmiðlum. 

„Að taka upp efni um fjölskyldu mína, setja börnin mín á opinbera samfélagsmiðla, var rangt og ég sé eftir því á hverjum degi.“ 

Frankehjónin byrjuðu að skrásetja líf sitt sem foreldrar sex barna árið 2015 og deildu myndböndum á YouTube rás þeirra 8 Passengers. Rásin sem hefur nú hefur verið eytt, sýndi harkalegar uppeldisaðferðir þeirra, sem vakti efasemdir árið 2020 og leiddi að lokum til rannsóknar, ákæru og dóms yfir Ruby.

Árið 2022 hætti Ruby að birta færslur á 8 Passengers og gekk til liðs við fyrrverandi viðskiptafélaga sinn og meðferðaraðila Jodi Hildebrandt á ConneXions podcasti hennar. Bæði Ruby og Hildebrandt voru síðar dæmdar fyrir glæpi. Kevin Franke var ekki ákærður.

Elsta dóttir Ruby og Kevins, Shari Franke, sagði frá reynslu sinni af YouTube-rásinni í endurminningum sínum The House of My Mother: A Daughter’s Quest for Freedom. Sagðist hún hafa „ orðið vitni að tjóninu af því sem gerist þegar líf þitt er sett á netið“ og telur hún að „það sé engin siðferðileg leið sem réttlætir að gera slíkt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah elskar sunnudaga
Pressan
Í gær

Þetta er mesti sársaukinn sem maður getur upplifað – Barnsburður er ekki efst á listanum

Þetta er mesti sársaukinn sem maður getur upplifað – Barnsburður er ekki efst á listanum
Pressan
Í gær

Eru ofnskúffurnar skítugar? Svona er hægt að fá þær skínandi hreinar á einfaldan hátt

Eru ofnskúffurnar skítugar? Svona er hægt að fá þær skínandi hreinar á einfaldan hátt
Pressan
Í gær

Ráðgátan um líkið á ströndinni: Enginn veit hvaðan hann kom eða hver hann var

Ráðgátan um líkið á ströndinni: Enginn veit hvaðan hann kom eða hver hann var
Pressan
Í gær

Fyrrum KGB-njósnari segir Trump hafa fengið dulnefnið Krasnov þegar hann gekk til liðs við Rússa árið 1987

Fyrrum KGB-njósnari segir Trump hafa fengið dulnefnið Krasnov þegar hann gekk til liðs við Rússa árið 1987
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri