fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Hlutirnir líta bara betur út á morgnana

Pressan
Sunnudaginn 23. febrúar 2025 07:33

Allt er betra á morgnana. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almennt séð þá „virðast hlutirnir líta betur út á morgnana“ og þá er fólk almennt hamingjusamara en á kvöldin. Almennt séð þá er fólk einnig hamingjusamara á sumrin en á veturna.

Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar þar sem stuðst var við gögn úr COVID-19 Social Study sem vísindamenn við University College London (UCL) gerðu.

Stuðst var við gögn frá rúmlega 49.000 fullorðnum á tímabilinu frá mars 2020 til mars 2022.

Meðal niðurstaðna rannsóknarinnar er að fólki líður almennt „best“ þegar það vaknar en „verst“ um miðnætti.

Dr Feifei Bu, hjá aðferðafræðideild UCL, segir í vísindaritinu BMJ Mental Health, að niðurstöðurnar bendi til að andleg heilsa og vellíðan sé best á morgnana en verst um miðnætti. „Almennt séð, virðast hlutirnir betri á morgnana,“ skrifaði hann.

Þátttakendurnir voru meðal annars spurðir: „Hvernig leið þér undanfarna viku?“, „Hversu ánægð(ur) ertu með líf þitt?“ og „Að hvaða marki finnst þér að það sem þú ert að gera í lífinu sé þess virði?“

Tekið var tillit til þátta eins og aldurs, heilsufars og hvort fólk væri í vinnu. Sky News segir að niðurstöðurnar sýni að fólk sé hamingjusamast, sáttast við lífið og það sem það gerir á mánudögum og föstudögum en síst ánægt á sunnudögum.

Hamingjan mældist einnig meiri á þriðjudögum en sunnudögum.

Ekkert kom fram sem benti til að munur væri á einmanaleika á milli vikudaga.

Vísindamennirnir segja að breytingar á andlegri líðan og vellíðan yfir daginn megi hugsanlega rekja til breytinga á andlegu hliðinni í tengslum við líkamsklukkuna.  Til dæmis sé magn kortisóls, sem er hormón sem stýrir skapinu, hvatningu og ótta í hámarki skömmu eftir að fólk vaknar en í lágmarki í kringum háttatíma.

Hvað varðar muninn á skapinu á milli virka daga og helga, þá telja vísindamennirnir að það megi hugsanlega rekja til breytinga á daglegum verkefnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

104 ára kona færð í fangelsi

104 ára kona færð í fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Handtekinn 45 árum eftir morðið á mæðginunum

Handtekinn 45 árum eftir morðið á mæðginunum