fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi

Pressan
Laugardaginn 22. febrúar 2025 12:30

Blóðflokkurinn skiptir máli. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir þættir, bæði umhverfisþættir og erfðir, sem hafa áhrif á hversu hratt við eldumst. Í nýrri rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu Planet Today, kemur fram að einn þáttur geti leikið stórt hlutverk í öldrunarferlinu, það er blóðflokkurinn sem við erum í.

Höfundar rannsóknarinnar segja að gögn bendi til að fólk sem er í B-blóðflokki, eldist hægar en aðrir. Hjá þessu fólki taka viðgerðir á frumum skemmri tíma en hjá öðrum og það sama á við um endurnýjun á vefjum líkamans. Þetta seinkar því hversu hratt líkaminn brotnar niður og á þetta við bæði að innan- og utanverðu.

Vísindamennirnir segja að þrír aðrir þættir leiki einnig lykilhlutverk þegar kemur að öldrunarferlinu. Þetta eru hreyfing, mataræði og hvernig tekist er á við stress.

Japönsk rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu Experimental Gerontology, tengir einnig B-blóðflokkinn við lengri lífslíkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deitaði á laun í bataferlinu

Deitaði á laun í bataferlinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Donald Trump sagður hafa eytt 1,5 milljarði af skattpeningum í að spila golf síðan hann tók við embætti

Donald Trump sagður hafa eytt 1,5 milljarði af skattpeningum í að spila golf síðan hann tók við embætti