Höfundar rannsóknarinnar segja að gögn bendi til að fólk sem er í B-blóðflokki, eldist hægar en aðrir. Hjá þessu fólki taka viðgerðir á frumum skemmri tíma en hjá öðrum og það sama á við um endurnýjun á vefjum líkamans. Þetta seinkar því hversu hratt líkaminn brotnar niður og á þetta við bæði að innan- og utanverðu.
Vísindamennirnir segja að þrír aðrir þættir leiki einnig lykilhlutverk þegar kemur að öldrunarferlinu. Þetta eru hreyfing, mataræði og hvernig tekist er á við stress.
Japönsk rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu Experimental Gerontology, tengir einnig B-blóðflokkinn við lengri lífslíkur.