Newton sem er auðvitað þekktastur fyrir að hafa sett fram lögmálið um þyngdaraflið sem og fleiri vísindaafrek, hafði mikinn áhuga á trúarbrögðum og trúði á það sem segir í Biblíunni um heimsendi.
Metro segir að Newton hafi notað „dagur fyrir ár meginregluna“ til að túlka spádóma Biblíunnar varðandi „heimsendi“.
Í bréfinu, sem hann skrifaði undir dulnefninu „Jehovah Sanctus Unus“ segir hann að útreikningarnir sýni að heimurinn muni „endurstillast“ árið 2060. „Heimsendir gæti orðið fyrr en ég sé ekkert sem bendir til að hann verði fyrr,“ skrifaði hann.