fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Pressan

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Pressan
Fimmtudaginn 20. febrúar 2025 04:10

Það er fallegt á Ítalíu og greinilega eitthvað af svikahröppum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað gerir maður ef varnarmálaráðherrann hringir og biður um stóran greiða í þágu ættjarðarinnar? Maður tekur erindinu auðvitað vel og gerir það sem maður getur. Það er að minnsta kosti það sem nokkrir auðugir Ítalir hugsuðu með sér og gerðu þegar varnarmálaráðherrann hringdi í þá og bað um greiða.

En þeir vissu ekki að þeir voru fórnarlamb úthugsaðs og grófs svindls þar sem gervigreind, varnarmálaráðherrann og auðjöfrar komu við sögu auk hundraða milljóna.

Þetta er innihaldið í svikum sem hafa vakið mikla athygli á Ítalíu og sýna að afbrotamenn geta nýtt sér tæknina þegar kemur að svikum.

Guido Crosetto, varnarmálaráðherra, skýrði sjálfur frá því í færslu á samfélagsmiðlum að hann hefði verið misnotaður í alvarlegri svikastarfsemi. Hann sagði að til að koma í veg fyrir að „fleiri gangi í gildruna“ hafi hann ákveðið að skýra frá málinu. Áður höfðu margir af vinum hans og kunningjum gengið í gildruna, þar á meðal tískuhönnuðurinn Giorgio Armani og Massimo Moratti, fyrrum eigandi knattspyrnuliðsins Inter Milan.

Þeir, og hin fórnarlömbin, héldu að Guido hefði hringt og sagst hafa þörf fyrir aðstoð þeirra. En það var ekki ráðherrann sem hringdi, heldur höfðu svikahrappar, með aðstoð gervigreindar, klónað rödd ráðherrans. Röddin sagði auðmönnunum að Ítalía þarfnaðist aðstoðar nú þegar. Greiða þyrfti lausnargjald fyrir ítalska blaðamenn, sem væri haldið í gíslingu í Miðausturlöndum, og voru auðmennirnir beðnir um að leggja út milljónir evra til að greiða lausnargjaldið.

Þegar varnarmálaráðherrann hringir út af svona alvarlegu máli, þá leggur maður sitt af mörkum hugsuðu auðmennirnir með sér og gengu þar með beint í gildruna. Moratti millifærði tæplega milljón evrur á reikning í Hollandi og annar ónefndur auðjöfur millifærði svipaða upphæð á reikning í Hong Kong. „Varnarmálaráðherrann“ hafði sagt þeim að ítalski seðlabankinn myndi endurgreiða þeim upphæðina síðar.

En þegar sumir þeirra hringdu síðan í varnarmálaráðherrann til að fá upplýsingar um stöðu málsins, áttuðu þeir sig á að þeir höfðu verið blekktir, að þeir hefðu ekki talað við ráðherrann, heldur svikahrapp.

„Þetta virtist allt saman vera ósvikið. Þeir töluðu um blaðamenn, sem hefði verið rænt, og örvæntingarfullar fjölskyldur. Þeir voru góðir, þetta getur komið fyrir hvern sem er,“ sagði Moratti í samtali við La Repubblica.

Að minnsta kosti níu manns, sem eru meðal auðugustu Ítalanna, gengu í gildru svikaranna. „Ráðherrann“ hringdi ekki í alla, því „ráðgjafi“ hans, sem kynnti sig sem dr. Giovanni Montalbano, var á hinum endanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Taívanar taka hart á fyrirtækjum sem hjálpa landsmönnum að sækja um kínversk skilríki

Taívanar taka hart á fyrirtækjum sem hjálpa landsmönnum að sækja um kínversk skilríki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Björguðu rúmlega 1.000 manns úr svikatölvuverum nærri Taílandi

Björguðu rúmlega 1.000 manns úr svikatölvuverum nærri Taílandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eignaðist barn í neðanjarðarlest í New York – Farþegar komu til aðstoðar

Eignaðist barn í neðanjarðarlest í New York – Farþegar komu til aðstoðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hverjar geta afleiðingarnar orðið ef 2024 YR4 lendir í árekstri við jörðina? – Þetta vitum við núna

Hverjar geta afleiðingarnar orðið ef 2024 YR4 lendir í árekstri við jörðina? – Þetta vitum við núna