fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Pressan

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Pressan
Fimmtudaginn 20. febrúar 2025 04:10

Heyrir Coca-Cola í dós brátt sögunni til?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugsanlega verður erfitt að ná sér í Coca-Cola í dós í Bandaríkjunum í framtíðinni. Ástæðan er að Donald Trump, forseti, hefur ákveðið að leggja 25% toll á innflutt ál og stál.

James Quincy, forstjóri Coca-Cola, segir að þetta geti hugsanlega neytt fyrirtækið til að hætta að nota áldósir og nota plast í staðinn. The Guardian skýrir frá þessu.

Fyrirtækið flytur álið, sem er notað í dósirnar, inn frá Kanada og þar sem tollar Trump verða „án undantekninga“ þá er ekki annað að sjá en það verði dýrt að framleiða dósirnar.

Quincy sagði að ef einhver umbúðategundin verði dýrari, þá geti fyrirtækið nýtt sér aðra umbúðir sem geri því kleift að vera samkeppnishæft hvað varða verð.

Það vekur að vonum áhyggjur hjá sumum að einn stærsti gosdrykkjaframleiðandi heims muni hugsanlega hætta að nota áldósir og auka notkun plastumbúða enda er það ávísun á meiri plastmengun.

Fyrirtækið er meðal þeirra fyrirtækja sem bera mesta ábyrgð á plastmengun. Í rannsókn, sem var gerð á síðasta ári, kemur fram að Coca-Cola stendur að baki 11% þeirrar plastmengunar sem má rekja til fyrirtækja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Í gær

Handtekinn 45 árum eftir morðið á mæðginunum

Handtekinn 45 árum eftir morðið á mæðginunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Taívanar taka hart á fyrirtækjum sem hjálpa landsmönnum að sækja um kínversk skilríki

Taívanar taka hart á fyrirtækjum sem hjálpa landsmönnum að sækja um kínversk skilríki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Björguðu rúmlega 1.000 manns úr svikatölvuverum nærri Taílandi

Björguðu rúmlega 1.000 manns úr svikatölvuverum nærri Taílandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eignaðist barn í neðanjarðarlest í New York – Farþegar komu til aðstoðar

Eignaðist barn í neðanjarðarlest í New York – Farþegar komu til aðstoðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hverjar geta afleiðingarnar orðið ef 2024 YR4 lendir í árekstri við jörðina? – Þetta vitum við núna

Hverjar geta afleiðingarnar orðið ef 2024 YR4 lendir í árekstri við jörðina? – Þetta vitum við núna