James Quincy, forstjóri Coca-Cola, segir að þetta geti hugsanlega neytt fyrirtækið til að hætta að nota áldósir og nota plast í staðinn. The Guardian skýrir frá þessu.
Fyrirtækið flytur álið, sem er notað í dósirnar, inn frá Kanada og þar sem tollar Trump verða „án undantekninga“ þá er ekki annað að sjá en það verði dýrt að framleiða dósirnar.
Quincy sagði að ef einhver umbúðategundin verði dýrari, þá geti fyrirtækið nýtt sér aðra umbúðir sem geri því kleift að vera samkeppnishæft hvað varða verð.
Það vekur að vonum áhyggjur hjá sumum að einn stærsti gosdrykkjaframleiðandi heims muni hugsanlega hætta að nota áldósir og auka notkun plastumbúða enda er það ávísun á meiri plastmengun.
Fyrirtækið er meðal þeirra fyrirtækja sem bera mesta ábyrgð á plastmengun. Í rannsókn, sem var gerð á síðasta ári, kemur fram að Coca-Cola stendur að baki 11% þeirrar plastmengunar sem má rekja til fyrirtækja.