Kfir var aðeins níu mánaða þegar hann var tekinn höndum og var hann sá yngsti sem tekinn var höndum í innrásinni. Ariel var fjögurra ára.
Eiginmaður Shiri og faðir Ariels og Kfir var einnig tekinn en honum var sleppt fyrr í þessum mánuði eftir að hafa verið í haldi Hamas í 16 mánuði.
Hamas-samtökin segja að Shiri, Ariel og Kfir hafi látist í eldflaugaárásum Ísraela „snemma í stríðinu“ en í frétt AP kemur fram að engin sönnun um það liggi fyrir.
Talið er að fjórða líkið sé af hinum 83 ára gamla Oded Lifshitz, fyrrverandi blaðamanni, sem tekinn var höndum á heimili sínu í Nir Oz.
Isaac Herzog, forseti Ísraels, sagði í færslu á X eftir að Ísraelsmenn fengu líkin afhent að hjörtu landsmanna væru í molum yfir örlögum fjórmenninganna.