fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Pressan

Zelensky gagnrýnir Trump harðlega: „Það er ekki hægt að taka slíkt alvarlega“

Pressan
Miðvikudaginn 19. febrúar 2025 11:26

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Volodomyr Zelensky, forseti Úkraínu, gagnrýndi Donald Trump Bandaríkjaforseta harðlega á blaðamannafundi sem hann hélt í morgun. Hann sagði meðal annars að Trump hefði hjálpað Pútín að komast út úr þeirri einangrun sem hann var kominn í.

Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússa hittust á fundi í Sádi-Arabíu í gær þar sem umræðuefnið var Úkraínustríðið og hvaða leiðir væru færar til að binda endi á það. Úkraínumönnum var ekki boðið sæti við borðið og ekki heldur fulltrúum annarra Evrópuríkja.

Á fundi sínum í morgun sagði Zelensky að Trump byggi í heimi einhvers konar upplýsingaóreiðu sem væri búin til af yfirvöldum í Rússlandi.

Zelensky sagði að hann gæti ekki með nokkru móti sætt sig við að þurfa að „selja landið sitt“ í skiptum fyrir stuðning Bandaríkjanna. Vill Trump að aðgangur að sjaldgæfum jarðefnum, til dæmis lithium og titaníum, verði skilyrði fyrir frekari aðstoð.

Hefur Trump nefnt töluna 500 milljarðar Bandaríkjadala en Zelensky segir af og frá að svo mikill stuðningur hafi komið frá Bandaríkjunum. Hann segir að kostnaðurinn við stríðsreksturinn sé 320 milljarðar dollara og þar af hafi 120 milljarðar komið frá úkraínskum skattgreiðendum. Bandaríkjamenn hafi látið 67 milljarða dollara af hendi rakna sem hann er mjög þakklátur fyrir.

„Það eru ekki 500 milljarðar dollarar – það er ekki hægt að taka slíkt alvarlega,“ sagði hann. „Ég er að vernda Úkraínu, ég get ekki selt það, ég get ekki selt landið okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Í gær

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Í gær

Donald Trump sagður hafa eytt 1,5 milljarði af skattpeningum í að spila golf síðan hann tók við embætti

Donald Trump sagður hafa eytt 1,5 milljarði af skattpeningum í að spila golf síðan hann tók við embætti
Pressan
Í gær

Ein fremsta tennisstjarna heims brotnaði niður þegar hún sá hver var í stúkunni

Ein fremsta tennisstjarna heims brotnaði niður þegar hún sá hver var í stúkunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reka hvernig áróðursherferð með tengsl við Rússland átti að grafa undan stuðningi við Úkraínu – Nota mótmæli sér í hag

Reka hvernig áróðursherferð með tengsl við Rússland átti að grafa undan stuðningi við Úkraínu – Nota mótmæli sér í hag
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kanadísk hjón gengu í gegnum „hreina martröð“ á ströndinni

Kanadísk hjón gengu í gegnum „hreina martröð“ á ströndinni