Hann var þarna að svara fréttaflutningi Drop Site News og The New York Times um að stjórn Donald Trump ætli að kaupa Tesla Cybertrucks að andvirði 400 milljóna dollara (það svarar til um 56 milljarða íslenskra króna). Var þetta sagður einn stærsti kaupsamningur ríkisins á þessu ári.
Tesla Cybertrucks eru brynvarðir rafbílar.
Svar Musk á X var við færslu eins notanda sem benti á að í innkaupaspá ríkisstjórnar Trump fyrir árið 2025 komi fram að kaupa eigi „Tesla“. Skömmu eftir að notandinn benti á þetta var orðið „Tesla“ fjarlægt úr spánni og í staðinn skrifað „Armored Electric vehicles“ (brynvarðir rafbílar).
The Independent segir að í desemberútgáfu innkaupaspárinnar hafi staðið „Armored Tesla“ (brynvarðar Teslur).
Mörgum þykir svar Musk vera hálf loðið því hann hafi aðeins svarað að Tesla fái ekki 400 milljónir dollara en hafi ekki neitað því að ríkið muni kaupa Teslur.
Hann er sagður hafa styrkt forsetaframboð Trump um 250 milljónir dollara og margir telja að Trump muni launa honum þetta á einhvern hátt, hugsanlega með að kaupa margar Teslur.