fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Pressan
Miðvikudaginn 19. febrúar 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórtán ára piltur sem kramdi fiðrildi, blandaði gumsinu við vatn og sprautaði sig síðan í lærið dó á kvalafullan hátt á sjö dögum.

Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um málið undanfarna daga.

Pilturinn sem um ræðir hét Davi Nunes Moreira og lést hann á sjúkrahúsi í Brasilíu síðastliðinn fimmtudag. Grunur leikur á að um hafi verið að ræða einhvers áskorun á netinu sem drengurinn féllst á að framkvæma.

Pilturinn er sagður hafa þjáðst af uppköstum og sárum verkjum í fætinum eftir uppátæki sitt. Hann sagði föður sínum að hann hefði meitt sig en þegar ástand hans versnaði leiddi hann föður sinn og lækna í allan sannleikann um hvað gerst hafði. Var hann lagður inn á sjúkrahús þar sem hann lést nokkrum dögum síðar.

Krufning á eftir að fara fram til að úrskurða um dánarorsök en Luis Fernando D. Relvast, sérfræðilæknir við Hospital Santa Marcelina, sagði við brasilíska fjölmiðla að mögulega hefði myndast stífla í æð, loft komið inn í æðina eða hann látist vegna ofnæmisviðbragða.

Þá þykir ekki útilokað að eiturefni af einhverju tagi hafi að lokum dregið hann til dauða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Í gær

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Reka hvernig áróðursherferð með tengsl við Rússland átti að grafa undan stuðningi við Úkraínu – Nota mótmæli sér í hag

Reka hvernig áróðursherferð með tengsl við Rússland átti að grafa undan stuðningi við Úkraínu – Nota mótmæli sér í hag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kanadísk hjón gengu í gegnum „hreina martröð“ á ströndinni

Kanadísk hjón gengu í gegnum „hreina martröð“ á ströndinni