Þegar staðan var 2-0 fyrir Karolinu virðist Emma hafa komið auga á einhvern í stúkunni sem varð til þess að hún fór og ræddi við dómarann. Hún virtist vera í talsverðu uppnámi og sást meðal annars fara á bak við stól dómarans.
WTA sagði í yfirlýsingu að Emma hefði lent í því á mánudag að maður kom upp að henni og sýndi henni óþægilega og þráhyggjukennda hegðun. Þessi sami maður var svo mættur í stúkuna til að fylgjast með Emmu í leik.
Maðurinn var leiddur burt af lögreglu og hefur hann verið bannaður frá mótinu.
Í frétt Mail Online kemur fram að málið sé ekki talið tengjast máli eltihrellis sem gerði Emmu lífið leitt í London fyrir nokkrum árum. Sá var úrskurðaður í fimm ára nálgunarbann árið 2022 eftir að hafa ítrekað komið að heimili Emmu þar sem hann skildi meðal annars eftir gjafir og kort.
Lýsti Emma því að maðurinn hefði gert henni lífið mjög erfitt og hún væri stöðugt á varðbergi þegar hún færi út úr húsi.
here is the situation 🙁 https://t.co/z4Vl23j9DL pic.twitter.com/2C4K2oAEgC
— Lisa 🧚🏻♀️ (@lisa_talking) February 18, 2025