fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Pressan

Ein fremsta tennisstjarna heims brotnaði niður þegar hún sá hver var í stúkunni

Pressan
Miðvikudaginn 19. febrúar 2025 10:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska tennisstjarnan Emma Raducanu komst í uppnám í leik sínum gegn Karolinu Muchova á Dubai Open tennismótinu sem nú fer fram.

Þegar staðan var 2-0 fyrir Karolinu virðist Emma hafa komið auga á einhvern í stúkunni sem varð til þess að hún fór og ræddi við dómarann. Hún virtist vera í talsverðu uppnámi og sást meðal annars fara á bak við stól dómarans.

WTA sagði í yfirlýsingu að Emma hefði lent í því á mánudag að maður kom upp að henni og sýndi henni óþægilega og þráhyggjukennda hegðun. Þessi sami maður var svo mættur í stúkuna til að fylgjast með Emmu í leik.

Maðurinn var leiddur burt af lögreglu og hefur hann verið bannaður frá mótinu.

Í frétt Mail Online kemur fram að málið sé ekki talið tengjast máli eltihrellis sem gerði Emmu lífið leitt í London fyrir nokkrum árum. Sá var úrskurðaður í fimm ára nálgunarbann árið 2022 eftir að hafa ítrekað komið að heimili Emmu þar sem hann skildi meðal annars eftir gjafir og kort.

Lýsti Emma því að maðurinn hefði gert henni lífið mjög erfitt og hún væri stöðugt á varðbergi þegar hún færi út úr húsi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Í gær

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Reka hvernig áróðursherferð með tengsl við Rússland átti að grafa undan stuðningi við Úkraínu – Nota mótmæli sér í hag

Reka hvernig áróðursherferð með tengsl við Rússland átti að grafa undan stuðningi við Úkraínu – Nota mótmæli sér í hag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kanadísk hjón gengu í gegnum „hreina martröð“ á ströndinni

Kanadísk hjón gengu í gegnum „hreina martröð“ á ströndinni