Í síðustu viku dæmdi indverskur dómstóll, Vikat Bhagat, 31 árs, í ævilangt fangelsi fyrir að hafa nauðgað henni og myrt.
Sky News segir að Danielle hafi verið á ferð um sunnanvert Indland ásamt ástralskri vinkonu sinni og hafi þær dvalið í sumarhúsi við ströndina. Þær tóku þátt í trúarhátíð í nálægu þorpi. Daginn eftir fann bóndinn lík hennar á afskekktum stað í Canacona.
Móðir og systir Danielle tjáðu sig að dómsuppkvaðningunni lokinni og sögðu að réttlætið hefði náð fram að ganga.
Réttarhöldin tóku átta ár, með hléum. Lögmaður fjölskyldu Danielle sagði að líklega hafi dómurinn komið saman 250 sinnum á þessum átta árum.