fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Pressan

Auka öryggisgæslu Dalai Lama – Óttast um líf hans

Pressan
Miðvikudaginn 19. febrúar 2025 08:30

Dalai Lama. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indverska ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka öryggisgæslu Dalai Lama, sem er andlegur leiðtogi Tíbeta, af ótta við að lífi hans sé ógnað. Munu rúmlega 30 lífverðir gæta hans allan sólarhringinn.

The Independent segir að innanríkisráðherrann hafi tilkynnt í síðustu viku að öryggisgæsla Dalai Lama veðri aukin vegna þess að leyniþjónustan telur að aukin hætta sé á að reynt verði að ráða hann af dögum.

Dalai Lama, sem er 89 ára, mun nú verða gætt af 33 öryggisvörðum allan sólarhringinn. Þeir munu meðal annars annast gæslu við heimili hans í Dharamshala í Himachal Pradesh.

Fram að þessu hefur hann aðeins haft lágmarksöryggisgæslu á heimili sínu en gæslan var aukin þegar hann ferðaðist.

Dalai Lama gerði fjallabæinn Dharamshala að höfuðstöðvum sínum eftir að hann flúði frá Tíbet í kjölfar misheppnaðrar uppreisnar gegn Kínverjum 1959. Útlagastjórn Tíbet heldur einnig til í bænum.

Dalai Lama hlaut Friðarverðlaun Nóbels 1989. Hann er mikill þyrnir í augum kínversku kommúnistastjórnarinnar því fylgjendur hans telja hann vera sameiningarafl Tíbeta innan og utan Kína.

Rúmlega 100.000 tíbeskir flóttamenn búa á Indlandi, Nepal og Bútan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Í gær

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kanadísk hjón gengu í gegnum „hreina martröð“ á ströndinni

Kanadísk hjón gengu í gegnum „hreina martröð“ á ströndinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvænt heimsókn frumbyggja í þorp í Amazon – Tilheyrir einum einangraðasta þjóðflokki heims

Óvænt heimsókn frumbyggja í þorp í Amazon – Tilheyrir einum einangraðasta þjóðflokki heims