fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Pressan

Kanadísk hjón gengu í gegnum „hreina martröð“ á ströndinni

Pressan
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 11:30

Mynd/GoFundMe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söfnun hefur verið hrundið af stað fyrir kanadísk hjón sem gengu í gegnum hreina martröð þegar þau voru í fríi á Turks- og Caicoseyjum á dögunum.

Hjónin, sem eru á sextugsaldri, voru að busla í sjónum í góða veðrinu þegar hákarl réðst skyndilega á konuna. Mágur konunnar lýsir árásinni á vefnum GoFundMe en óhætt er að segja að um hrollvekjandi lesningu sé að ræða.

„Það sem átti að verða rólegt og endurnærandi frí fyrir bróður minn og konuna hans breyttist í það sem kalla mætti hreina martröð,“ segir hann.

Hann lýsir því að konan hafi farið út í sjóinn þar sem maðurinn hennar var fyrir og dýpið á þessum slóðum hafi ekki náð upp fyrir mitti.

Konan fann fyrst fyrir hákarlinum þegar hann rakst í fætur hennar og beit hana í lærið. „Hann kom svo aftur og þegar hún reyndi að setja báðar hendur fram fyrir sig, til að verjast hákarlinum, beit hann báðar hendurnar af henni – aðra við miðjan framhandlegginn og hina við úlnlið.

Eiginmaður konunnar brást skjótt við og náði að koma sér á milli konunnar og hákarlsins. Hákarlinn fór sína leið í kjölfarið en konan komst á þurrt við illan leik.

Meðfylgjandi mynd er frá söfnuninni á vef GoFundMe og þar sjást nærstaddir reyna að koma konunni til bjargar. Hún lifði árásina sem betur fer af og var flutt með sjúkraflugi til Kanada þar sem hún hefur þegar gengist undir aðgerð.

Árásin átti sér stað þann 7. febrúar síðastliðinn og hefur mágur konunnar hvatt sem flesta til að leggja söfnuninni lið. Þegar þetta er skrifað hafa rúmar tvær milljónir króna safnast fyrir hjónin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Í gær

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Í gær

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Í gær

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk neitar að ríkisstjórn Trump ætli að kaupa Teslu Cybertrucks fyrir 56 milljarða

Musk neitar að ríkisstjórn Trump ætli að kaupa Teslu Cybertrucks fyrir 56 milljarða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Taívanar taka hart á fyrirtækjum sem hjálpa landsmönnum að sækja um kínversk skilríki

Taívanar taka hart á fyrirtækjum sem hjálpa landsmönnum að sækja um kínversk skilríki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eignaðist barn í neðanjarðarlest í New York – Farþegar komu til aðstoðar

Eignaðist barn í neðanjarðarlest í New York – Farþegar komu til aðstoðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hverjar geta afleiðingarnar orðið ef 2024 YR4 lendir í árekstri við jörðina? – Þetta vitum við núna

Hverjar geta afleiðingarnar orðið ef 2024 YR4 lendir í árekstri við jörðina? – Þetta vitum við núna