fbpx
Föstudagur 28.mars 2025
Pressan

Hverjar geta afleiðingarnar orðið ef 2024 YR4 lendir í árekstri við jörðina? – Þetta vitum við núna

Pressan
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 04:10

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mat Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA að það séu 2,3% líkur á að loftsteinninn 2024 YR4 lendi í árekstri við jörðina þann 22. desember 2032. Þetta vekur eflaust áhyggjur hjá sumum enda loftsteinninn engin smásmíði, eða 40 til 90 metrar að ummáli að því að talið er.

Sky News tók saman það sem vitað er um loftsteininn og hugsanlegan árekstur hans við jörðina, þar á meðal hvaða afleiðingar sá árekstur mun hafa.

Í kjölfar þess að loftsteinninn uppgötvaðist í desember síðastliðnum voru eftirlits- og viðvörunarkerfi geimferðastofnana virkjuð vegna möguleikans á að hann lendi í árekstri við jörðina.

Í upphafi var talið að 1,2% líkur væru á árekstri en ekki leið á löngu þar til líkurnar voru hækkaðar í 2,3%. Það eru auðvitað ekki miklar líkur þannig séð en rétt er að hafa í huga að aðeins einu sinni áður hefur hættan á árekstri loftsteins við jörðina verið metin meiri.

Hvenær gæti áreksturinn orðið og hvar?

Ef til áreksturs kemur, þá er talið að hann verði klukkan 13.02, að íslenskum tíma, þann 22. desember 2032. Þessi tímasetning mun væntanlega breytast í samræmi við nákvæmari útreikninga á braut loftsteinsins.

NASA segir að loftsteinninn muni væntanlega skella á jörðinni frá svæði sem telur austurhluta Kyrrahafs, norðurhluta Suður-Ameríku, Atlantshaf, Afríku, Rauðahafið og sunnanverða Asíu.

Það sem er vitað um loftsteininn

Talið er að 2024 YR4 sé á milli 40 og 90 metrar í ummál. Hann er líklega frekar úr steinum en harðari efnum á borð við járn. Þetta getur skipt miklu máli því þetta þýðir að hann getur brotnað upp í minni hluta þegar hann kemur inn í gufuhvolf jarðarinnar að sögn Luca Conversi, hjá Evrópsku geimferðastofnuninni ESA.

Loftsteinninn er nú á þriðja stigi Torino Impact Hazard skalans en það er skali sem er notaður til að ákvarða hversu mikil hætta er á að loftsteinn lendi í árekstri við jörðina. Þriðja stig er skilgreint sem svo að líkur séu á árekstri og að stjörnufræðingar þurfi að fylgjast með loftsteininum því það séu meira en 1% líkur á árekstri sem gæti valdið eyðileggingu. Skalinn er frá 0 til 10. O þýðir að það eru engar eða nánast engar líkur á árekstri en 10 þýðir að það sé öruggt að árekstur verði með tilheyrandi eyðileggingu og hörmungum hér á jörðinni.

Hversu miklum skaða gæti hann valdið?

NASA segir að ef til áreksturs kemur, þá verði hraði loftsteinsins um 61.000 km/klst. Ef ummál hans er 40 metrar myndi verða sprenging sem myndi brjóta rúður en í heildina yrði tjónið lítið.

Ef ummálið er hins vegar 90 metrar þá er um loftstein að ræða sem gæti gjöreytt stórborg ef hann lenti á henni. Nokkrar slíkar eru á svæðinu sem hann gæti lent á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kafbátaferð breyttist í martröð – Að minnsta kosti sex látin og margir slasaðir

Kafbátaferð breyttist í martröð – Að minnsta kosti sex látin og margir slasaðir
Pressan
Í gær

Indverjar mótmæla stofnun nýrra kínverskra stjórnsýsluumdæma– Ná inn á indverskt yfirráðasvæði

Indverjar mótmæla stofnun nýrra kínverskra stjórnsýsluumdæma– Ná inn á indverskt yfirráðasvæði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nærmynd af meintum morðingja sem hefur verið hylltur sem hetja og fordæmdur sem hryðjuverkamaður – Hver er Luigi Mangione?

Nærmynd af meintum morðingja sem hefur verið hylltur sem hetja og fordæmdur sem hryðjuverkamaður – Hver er Luigi Mangione?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frakkar ætla að enduropna kjarnorkuflugvöll og staðsetja orustuþotur með ofurhljóðfrá kjarnorkuflugskeyti þar

Frakkar ætla að enduropna kjarnorkuflugvöll og staðsetja orustuþotur með ofurhljóðfrá kjarnorkuflugskeyti þar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Breskur ofurnjósnari er látinn – Flúði frá Rússlandi í farangursrými

Breskur ofurnjósnari er látinn – Flúði frá Rússlandi í farangursrými
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún er með nýra úr svíni og slær daglega met og vekur vonir margra

Hún er með nýra úr svíni og slær daglega met og vekur vonir margra