fbpx
Miðvikudagur 19.febrúar 2025
Pressan

Þetta grænmeti verður 200 manns að bana árlega – Er borðað í 80 löndum

Pressan
Laugardaginn 15. febrúar 2025 16:30

Kassava verður mörgum að bana. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í um 80 löndum er grænmeti, sem heitir kassava, oft á boðstólum. Það er aðallega í hitabeltislöndum sem þetta grænmeti, sem einnig nefnist yuca eða maniok, er vinsælt. Það er yfirleitt eldað eins og kartöflur en það getur verið banvænt ef það er ekki matreitt á réttan hátt.

Dagbladet skýrir frá þessu og segir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segi að um 200 manns látist árlega eftir að hafa orðið fyrir eitrun frá kassava.

Rannsókn, sem US National Library of Medicine, gerði leiddi í ljós að það er efnið vetnissýaníð sem veldur eitruninni.

Vetnissýaníð getur raskað starfsemi taugakerfisins, valdið öndunarörðugleikum, hjartavandamálum og vandamálum í æðakerfinu og skjaldkirtlinum.

WHO segir að tilfellum eitrunar af völdum kassava fjölgi þegar lönd glíma við matarskort eða stríð því þá er meira selt af bitru kassava.

Til dæmis létust 28 af völdum kassavaeitrunar í Venesúela 2017 en þá glímdi landið við mikinn matarskort.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Eignaðist barn í neðanjarðarlest í New York – Farþegar komu til aðstoðar

Eignaðist barn í neðanjarðarlest í New York – Farþegar komu til aðstoðar
Pressan
Í gær

Hverjar geta afleiðingarnar orðið ef 2024 YR4 lendir í árekstri við jörðina? – Þetta vitum við núna

Hverjar geta afleiðingarnar orðið ef 2024 YR4 lendir í árekstri við jörðina? – Þetta vitum við núna
Pressan
Í gær

Ein á Evópuferðalagi og finnst allar borgir eins – „Get ekki hætt að gráta“

Ein á Evópuferðalagi og finnst allar borgir eins – „Get ekki hætt að gráta“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dóttir Musk frétti af nýjasta systkini sínu í gegnum samfélagsmiðla – „Vá, ef ég ætti krónu fyrir hvert skipti…“

Dóttir Musk frétti af nýjasta systkini sínu í gegnum samfélagsmiðla – „Vá, ef ég ætti krónu fyrir hvert skipti…“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hann var hetja á hvíta tjaldinu en það bjargaði honum ekki frá dularfullum og stór undarlegum dauðdaga

Hann var hetja á hvíta tjaldinu en það bjargaði honum ekki frá dularfullum og stór undarlegum dauðdaga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingar segja að þessi tvö „morgun-einkenni“ geti verið merki um krabbamein

Sérfræðingar segja að þessi tvö „morgun-einkenni“ geti verið merki um krabbamein
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hreyfing getur valdið breytingum í heilanum sem hjálpa til við að koma í veg fyrir elliglöp

Hreyfing getur valdið breytingum í heilanum sem hjálpa til við að koma í veg fyrir elliglöp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fimm snemmbúin merki um elliglöp – Þar á meðal eitt sem kemur fram að næturlagi

Fimm snemmbúin merki um elliglöp – Þar á meðal eitt sem kemur fram að næturlagi