fbpx
Miðvikudagur 19.febrúar 2025
Pressan

Þetta eru störfin sem gera fólk óhamingjusamast

Pressan
Laugardaginn 15. febrúar 2025 14:30

Ætli þessir flutningabílstjórar séu einmana? Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá 1938 hafa vísindamenn við Harvard háskólann gert umfangsmikla rannsókn á hvað gerir fólk hamingjusamt eða óhamingjusamt, bæði í einkalífinu og vinnunni.

Í þessari rannsókn hefur rúmlega 700 manns, alls staðar að úr heiminum, verið fylgt eftir og gagna aflað um heilsufar fólksins, félagsleg samskipti þess og lífsgæði.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að hamingja er nátengd félagslegum samskiptum og stuðningi. Þetta fellur vel að niðurstöður World Happiness Report en þar er bent á þætti eins og tekjur, heilbrigði, frelsi, örlæti og það að vera laus við spillingu sem mikilvæga þætti þegar kemur að því að lifa hamingjusömu lífi.

Ein af mikilvægustu niðurstöðunum í Harvard-rannsókninni er að þau störf, sem gera fólk óánægðast, eru þau störf þar sem fólk finnur fyrir einangrun og takmörkuðum samskiptum við annað fólk. Fólk í þessum störfum hefur ekki tækifæri til að mynda þýðingarmikil sambönd sem geta ýtt undir lífsgleðina.

Meðal þeirra starfa sem tengjast oftast einmanaleika og óánægju eru:

Sendlastörf þar sem fólk er eitt að störfum við dreifingu pósts eða pakka.

Vaktavinna sem getur truflað félagslíf og samskipti við annað fólk.

Störf í öryggisgeiranum eða við akstur sem flutningabílstjóri því þessi störf krefjast þess að fólk sé lengi fjarri öðru fólki.

En það er ekki bara hamingjan sem þjáist þegar fólk vinnur einmanaleg störf, það getur líka haft áhrif á heilsufarið. Dr. Robert Waldinger, sem stýrir Harvard-rannsókninni, segir að einmanaleiki geti haft jafn skaðleg áhrif á heilsufarið og reykingar, ofþyngd og hreyfingarleysi, sérstaklega þegar fólk eldist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Niðurbrotin fjölskylda stefnir hóteli í Las Vegas – Fjölskyldufaðirinn lést einn og yfirgefinn þrátt fyrir augljós veikindi

Niðurbrotin fjölskylda stefnir hóteli í Las Vegas – Fjölskyldufaðirinn lést einn og yfirgefinn þrátt fyrir augljós veikindi
Pressan
Í gær

Vissi ekki hvaða leyndarmál íbúðin hennar í Kaupmannahöfn geymdi fyrr en hún fékk óhugnanlegt símtal

Vissi ekki hvaða leyndarmál íbúðin hennar í Kaupmannahöfn geymdi fyrr en hún fékk óhugnanlegt símtal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Versti mislingafaraldurinn í tæp 30 ár

Versti mislingafaraldurinn í tæp 30 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hákarl beit hendurnar af konu sem reyndi að taka mynd af honum

Hákarl beit hendurnar af konu sem reyndi að taka mynd af honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bjórinn þinn mun bragðast öðruvísi í framtíðinni – Verður ekki eins bitur

Bjórinn þinn mun bragðast öðruvísi í framtíðinni – Verður ekki eins bitur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borgaði 7.000 krónur fyrir málverk á flóamarkaði – Gæti verið tveggja milljarða virði

Borgaði 7.000 krónur fyrir málverk á flóamarkaði – Gæti verið tveggja milljarða virði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þrjár ástæður fyrir að þú átt ekki að þrífa eyrun

Þrjár ástæður fyrir að þú átt ekki að þrífa eyrun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað finnst yfirmanninum um þig? – Þetta eru merkin sem afhjúpa hann

Hvað finnst yfirmanninum um þig? – Þetta eru merkin sem afhjúpa hann