Hljómar þetta eins og eitthvað úr vísindaskáldsögu? Kannski, en vísindamenn eru nú komnir nær því en nokkru sinni áður að skilja af hverju mörgum finnst kjöt svo ómótstæðilegt á bragðið og hvernig er hægt að skapa sömu upplifun með plöntufæði.
Í huga margra þá er bragðið og tilfinningin við að borða kjöt eins og einhverskonar hindrun sem kemur í veg fyrir að meira sé borðað af grænmeti. Þetta snýst ekki bara um vana, heldur einnig um líffræði.
Heili okkar og bragðlaukar eru forritaðir til að leita að ákveðnu bragði sem kjöt inniheldur. En hvað ef það væri hægt að búa þetta bragð til í grænmetisfæði?
Í nýrri bók eftir Ole G. Mouritsen, prófessor, og samstarfsfólk hans kemur fram að þau telja að lykillinn að því að fá fólk til að borða meira grænmeti sé að öðlast meiri skilning á því bragði sem finnst í náttúrunni og nota það. News Medical skýrir frá þessu.
Þegar við borðum kjöt, upplifum við flókna blöndu bragðs sem er miklu meira en bara salt og sætt. Umami og koku eru þau efni sem skipta mestu máli í þessari blöndu. Þessi efni eru lykillinn að því af hverjum mörgum finnst grænmeti ekki eins spennandi og kjöt.
Rannsóknir hafa sýnt fram á að ef hægt er að láta grænmetisfæði innihalda meira umami og koku, þá verði miklu meira fullnægjandi að borða það.
Það eru sem sagt þessi efni sem gera að verkum að mörgum finnst kjöt miklu meira spennandi matur en grænmeti.