fbpx
Miðvikudagur 19.febrúar 2025
Pressan

Hvernig sleppur maður við að silfurskottur birtist undir húsgögnum og í skúffum?

Pressan
Laugardaginn 15. febrúar 2025 17:00

Silfurskottur eru hvimleiðar en meinlausar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefur þú lent í því að silfurskottur byrja að dúkka upp undir húsgögnunum eða í skúffum? Það er hægt að koma í veg fyrir þetta með því að fylgja nokkrum einföldum ráðum.

Silfurskottur þrífast í myrkri og laðast oft að sterkju, matarleifum og pappír. Af þessum sökum sækja þær í skúffur, þar sem matvæli eru geymd, og staði þar sem matvæli eru geymd.

Sérfræðingar veittu nokkur góð ráð um hvernig er hægt að takast á við þetta í samtali við vefmiðilinn How Stuff Works.

Minnkaðu draslið og fækkaðu felustöðum – Besta leiðin til að koma í veg fyrir að silfurskottur hreiðri um sig á heimilinu er að fækka felustöðum þeirra. Geymdu hluti í hörðum plastkössum en ekki pappakössum. Hafðu skipulag á heimilinu.

Regluleg þrif – Það er mikilvægt að þrífa svæðin undir húsgögnum og í skúffur reglulega. Það að ryksuga er eitt áhrifaríkasta vopnið gegn silfurskottum því hún fjarlægir matarleifa og annað sem laðar silfurskottur til sín.

Dragðu úr raka – Hátt rakastig er meðal þess sem dregur silfurskottur einna helst að. Notaðu viftur eða rakatæki á svæðum þar sem raki á það til að myndast, til dæmis í kjöllurum og baðherbergjum. Það er góð aðferð til að halda silfurskottum fjarri.

Ekki láta mat vera aðgengilegan – Silfurskottur dragast að sterkjuríkum matvælum á borð við korn og pasta og einnig að öðrum matvælum. Þess vegna er mikilvægt að geyma þessi matvæli í loftþéttum umbúðum og hreinsa hugsanlegar leifar af yfirborðsflötum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Borgaði 7.000 krónur fyrir málverk á flóamarkaði – Gæti verið tveggja milljarða virði

Borgaði 7.000 krónur fyrir málverk á flóamarkaði – Gæti verið tveggja milljarða virði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hreyfing getur valdið breytingum í heilanum sem hjálpa til við að koma í veg fyrir elliglöp

Hreyfing getur valdið breytingum í heilanum sem hjálpa til við að koma í veg fyrir elliglöp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað finnst yfirmanninum um þig? – Þetta eru merkin sem afhjúpa hann

Hvað finnst yfirmanninum um þig? – Þetta eru merkin sem afhjúpa hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hundruð hunda flykkjast saman árlega á heiðurshátíð

Hundruð hunda flykkjast saman árlega á heiðurshátíð