fbpx
Miðvikudagur 19.febrúar 2025
Pressan

Hundruð hunda flykkjast saman árlega á heiðurshátíð

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 15. febrúar 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundruð Golden Retriever hunda mæta árlega í bæinn Downtown Golden í Colorado í Bandaríkjunum, ásamt eigendum sínum. Ástæðan er einföld, þar er haldin hátíð hundunum til heiðurs.

Hátíðin Goldens in Golden var fyrst haldin árið 2019 og hugsuð sem skemmtileg leið til að koma fólki og gæludýrum þeirra saman í smábænum yfir vetrartímann. Árið í ár var engin undantekning og fór hátíðin fram laugardaginn 8. febrúar.

Samkvæmt vefsíðu bæjarins var hátíðin sett á fót „til að hvetja til fleiri heimsókna í bæinn á rólegum vetrarmánuðum með því að bjóða Golden Retriever og eigendum þeirra að safnast saman undir Velkomin í Golden Arch boganum í bænum til heiðurs Alþjóðlega Golden Retriever deginum.“

„Þetta er yndisleg samkoma fólks og hunda og við elskum að fagna Alþjóðlega Golden Retriever deginum hér. Þessi viðburður gleður ekki bara samfélagið heldur kynnir fólk einnig Golden, bæ sem getur verið aðeins rólegur á þessum árstíma,“ segir Robin Fleischmann, skipulagsstjóri bæjarsins. Hann segir gestina einnig auka hagnað lítilla fyrirtækja í bænum.

Viðburðurinn stóð frá klukkan 11 til 13 að staðartíma, þar sem tvær hópmyndatökur voru skipulagðar svo allir gestir hefðu tækifæri til að vera með.

Gestirnir koma víða að eins og Eric og Pam Schorsch frá Tennessee. Hjónin fóru í ferðina til að halda upp á afmæli Pam með fjögurra mánaða hvolpinum sínum, sem var gjöf handa dóttur þeirra. „Við gátum ekki hugsað okkur betri leið til að fagna en með því að koma með nýja hvolpinn okkar hingað til Golden,“ segir Eric. „Það er ótrúlegt að sjá svona samfélag koma saman. Við höfum aldrei séð annað eins.“ 

Þátttakendur gátu keypt söfnunarvarning merktan viðburðinum, auk þess að mæta á marga viðburði eins og fyrirpartý Golden Mill með kokteilbar við varðeld og morgunverðarburrito.

Og þó að Goldens in Golden hafi verið sett á fót til að heiðra ákveðna hundategund segir á vefsíðu borgarinnar að „enginn sé að „skoða skilríki.“ Hins vegar eru „Aðeins leyfðir, þjálfaðir og vinalegir hundar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Borðaði 100 matskeiðar af smjöri á 10 dögum – Þetta voru áhrifin á líkamann

Borðaði 100 matskeiðar af smjöri á 10 dögum – Þetta voru áhrifin á líkamann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hann var hetja á hvíta tjaldinu en það bjargaði honum ekki frá dularfullum og stór undarlegum dauðdaga

Hann var hetja á hvíta tjaldinu en það bjargaði honum ekki frá dularfullum og stór undarlegum dauðdaga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fimm snemmbúin merki um elliglöp – Þar á meðal eitt sem kemur fram að næturlagi

Fimm snemmbúin merki um elliglöp – Þar á meðal eitt sem kemur fram að næturlagi
Pressan
Fyrir 3 dögum

16 ára stúlka hvarf sporlaust eftir að hafa komist að sannleikanum um dauða móður sinnar

16 ára stúlka hvarf sporlaust eftir að hafa komist að sannleikanum um dauða móður sinnar