Lögreglumenn beittu endurlífgunaraðferðum á drenginn, sem var með alvarleg brunasár á hægri hlið líkamans, en ekki tókst að bjarga lífi hans. Fox5 Atlanta skýrir frá þessu.
Í skýrslu lögreglunnar kemur fram að hún hafi fundið áhöld til maríjúananeyslu á svölunum.
Creel var handtekin daginn eftir vegna gruns um illa meðferð á barni og að hafa valdið annars stigs brunasárum á litla drengnum. Hún var síðar látin laus gegn greiðslu tryggingar.
Tæplega ári síðar var hún handtekin fyrir akstur undir áhrifum áfengis.
Fyrr í mánuðinum var hún ákærð fyrir að hafa myrt son sinn og er hún nú í haldi lögreglunnar.