fbpx
Föstudagur 14.febrúar 2025
Pressan

Svíar ætla að senda refsifanga til afplánunar erlendis

Pressan
Fimmtudaginn 13. febrúar 2025 22:00

Mynd úr safni. Mynd/Evrópuráðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænsk yfirvöld eiga í miklu basli við að finna pláss í fangelsum landsins fyrir þá sem hafa hlotið dóma. Við þessu á að bregðast með því að senda fanga til afplánunar í fangelsum utan landsteinanna.

Þetta er tillaga nefndar sem ríkisstjórnin skipaði. The Independent segir að Svíar eigi í erfiðleikum með að finna pláss í fangelsum landsins því svo margir hafi hlotið dóma á undanförnum árum vegna hinnar miklu glæpaöldu sem er í landinu.

Gunnar Strommer, dómsmálaráðherra, sagði á fréttamannafundi að það þurfi að leita nýrra lausna varðandi fangelsismálin. Hann sagði að Svíar eigi nú þegar í viðræðum við önnur ríki um að taka við sænskum föngum.

Orðrómar hafa verið á kreiki um að Norðmenn, Belgar og Danir hafi boðið Svíum pláss í þarlendum fangelsum. Eistar eru einnig sagðir hafa boðið pláss.

Átök glæpagengja og ofbeldisverk þeirra hafa sett mikinn svip á sænskt samfélag síðustu tvo áratugina og hafa Svíar fengið það dapra hlutskipti að vera sú Evrópuþjóð þar sem flestir eru skotnir til bana.

Í kjölfar lagabreytinga, fjölgunar lögreglumanna og aukins fjármagns til lögreglunnar, hefur sænska lögreglan náð betri árangri í baráttunni við glæpagengin og hefur banvænum skotárásum fækkað og fleiri hafa hlotið dóma síðustu tvö árin.

Þetta er auðvitað jákvæð þróun en hún hefur einnig þann ókost að álagið á fangelsi landsins hefur aukist mikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svikakrappar nýta sér fjöldamorðið í Örebro

Svikakrappar nýta sér fjöldamorðið í Örebro
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta 20 sekúndna hljóðupptöku sem er sögð varpa ljósi á Titan-harmleikinn

Birta 20 sekúndna hljóðupptöku sem er sögð varpa ljósi á Titan-harmleikinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja að Musk geti verið ástæðan fyrir hremmingum Tesla

Segja að Musk geti verið ástæðan fyrir hremmingum Tesla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óvæntur fundur í Lúxemborg

Óvæntur fundur í Lúxemborg
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump spurður út í hver verður næsti forseti Bandaríkjanna – „Hann er vel hæfur“

Trump spurður út í hver verður næsti forseti Bandaríkjanna – „Hann er vel hæfur“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugfarþegi „stal“ ítrekað öðru sæti – Vildi ekki sitja hjá eiginmanninum

Flugfarþegi „stal“ ítrekað öðru sæti – Vildi ekki sitja hjá eiginmanninum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Farsíminn sagður geyma mikilvægar vísbendingar í óhugnanlegu morðmáli

Farsíminn sagður geyma mikilvægar vísbendingar í óhugnanlegu morðmáli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Írski boxarinn John Cooney er látinn – Fékk heilablæðingu eftir bardaga

Írski boxarinn John Cooney er látinn – Fékk heilablæðingu eftir bardaga