fbpx
Miðvikudagur 19.febrúar 2025
Pressan

Rússar í skýjunum og segja Trump hafa gefið skotleyfi á Evrópu – „Þið getið gleymt því að Bandaríkin komi ykkur til varna“

Pressan
Fimmtudaginn 13. febrúar 2025 21:30

Pútín og Trump á göngu fyrir nokkrum árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var glatt á hjalla hjá rússneska ríkissjónvarpinu í gær. Þáttastjórnandi 60 Minutes, Olga Skabeeva, lýsti þar ótrúlegum vendingum í stríðinu við Úkraínu eftir afskipti Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Hún segir atburði vikunnar ólýsanlega og í raun ótrúlega. Hún spurði fréttamann miðilsins í Evrópu, Mikhail Antonov, hvaða þýðingu það hefur að Trump ákvað að fyrra bragði að hafa samband við Vladimir Pútín Rússlandsforseta og hefja viðræður um stöðu Úkraínu án þess að hleypa forseta Úkraínu eða öðrum leiðtogum Evrópu að samningsborðinu.

„Hvað þýðir þetta allt,“ spurði Skabeeva. „Úkraína er ekki lengur með NATO á bak við sig? Úkraína er ekki lengur með fjármagn?“

Antonov sagði ljóst að tími bandarískra yfirburða á alþjóðavettvangi væri liðinn og ljóst væri að Evrópa gæti engan veginn boðið áfram þann stuðning sem Bandaríkin höfðu veitt Úkraínu.

DailyBeast greinir frá því að Skabeeva hafi verið brosið eitt í þessu samtali og átt erfitt með að halda aftur af gleðinni.

Kollegi Skabeevu, Evgeny Popov, sagði það alveg stórkostlegt að Trump hefði rústað samstöðu Evrópu, nokkuð sem Rússland hafi lengi dreymt um, algjörlega upp á sitt eindæmi og það án þess að vera beittur nokkrum þrýstingi. Trump hefði hakkað Evrópu í sig.

Sérfræðingar ríkissjónvarpsins í Rússlandi spáðu því lengi að þegar Trump tæki aftur við embætti þá myndi hann skrúfa fyrir hernaðaraðstoð Bandaríkjanna til Úkraínu. Hins vegar hafi engan órað fyrir því að hann gengi þetta langt. Það sé í raun ótrúlegt hversu hratt Trump hafi komið hlaupandi til Moskvu og strax nálgast Pútín á jafningjagrundvelli.

Í þættinum Kvöldið með Vladimir Solovyov sagði forstjóri kvikmyndaversins Mosfilm, Karen Shakhnazarov, að sama hvað gerist í framtíðinni þá verði morgundagsins minnst sem sigurstundar fyrir Rússa. „Forseti Bandaríkjanna hringdi í forseta Rússlands. Það er sigur út af fyrir sig. Skjaldborgin hefur verið rofin. Það er merkingaþrungið að forseti Bandaríkjanna, stórveldis Vesturlanda sem er á pari við rússneska heimsveldið, hafi hringt þetta símtal. Þetta er eins og ef Júlíus Sesar sjálfur hefði hringt í skrælinga, höfðingja hjá einhverjum þýskum ættbálki.“

Þáttastjórnandinn Solovyov fagnaði ummælum bandaríska varnarmálaráðherrans, Pete Hegseth, um að Bandaríkin ætli að horfa framhjá 5. grein Atlantshafssáttmálans ef Evrópa beitir hervaldi gegn Rússlandi.

Stjórnmálafræðingurinn Sergey Mikheyev sagði: „Í þessum aðstæðum ættum við að koma eftirfarandi á hreint við Evrópubúa: við getum nú raunverulega ráðist á Brussel, London og París því við þurfum ekki að óttast 5. greinina. Þið getið gleymt því að Bandaríkin komi ykkur til varna.“

Solovyov var enn í skýjunum í dag þegar hann ræddi við útvarpsþáttinn Full Contact. Þar sagði hann að símtal Trump og Pútíns hefði gert drauma forseta Úkraínu, Volodymyr Zelenskyys að engu og nú sé Evrópa í uppnámi. Ljóst sé að Trump taki að fullu undir með Pútín um að ástæða innrásarinnar í Úkraínu hafi verið tilraunir NATO til að færa út kvíarnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Versti mislingafaraldurinn í tæp 30 ár

Versti mislingafaraldurinn í tæp 30 ár
Pressan
Í gær

Hákarl beit hendurnar af konu sem reyndi að taka mynd af honum

Hákarl beit hendurnar af konu sem reyndi að taka mynd af honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þrjár ástæður fyrir að þú átt ekki að þrífa eyrun

Þrjár ástæður fyrir að þú átt ekki að þrífa eyrun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað finnst yfirmanninum um þig? – Þetta eru merkin sem afhjúpa hann

Hvað finnst yfirmanninum um þig? – Þetta eru merkin sem afhjúpa hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greind 25 ára með 3. stigs ristilkrabbamein – Átti nokkrar klukkustundir eftir – Læknir sagði hana með magakveisu

Greind 25 ára með 3. stigs ristilkrabbamein – Átti nokkrar klukkustundir eftir – Læknir sagði hana með magakveisu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru störfin sem gera fólk óhamingjusamast

Þetta eru störfin sem gera fólk óhamingjusamast