Atvikið átti sér stað á Seidlstrasse klukkan 10:30 að staðartíma en hópurinn sem ekið var á hafði komið saman til samstöðufundar á vegum verkalýðsfélagsins Verdi. Meðal hinna slösuðu mun vera ung móðir og barn hennar sem var í kerru þegar ekið var á þau.
Lögregla yfirbugaði ökumanninn fljótlega eftir atvikið og þá hefur hún staðfest að lögreglumenn hafi skotið á bílinn þegar ljóst var hvað ökumaðurinn ætlaði sér.
Mikil ringulreið myndaðist eftir atvikið að sögn sjónarvotta. „Fólk sat á götunni og grét og skalf,“ sagði þýska blaðakonan Sandra Demmelhuber.