fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Pressan

Óvæntur fundur í Lúxemborg

Pressan
Miðvikudaginn 12. febrúar 2025 06:30

Hér er verið að opna einn málmhólkinn. Mynd:Lögreglan í Lúxemborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumenn í Lúxemborg trúðu varla eigin augum í síðustu viku þegar loksins tókst að skera þrjá risastóra málmhólka, sem átti að nota til að mala grjót, upp.

Málmhólkarnir höfðu komið frá Kólumbíu og því þótti laganna vörðum rétt að skoða þá sérstaklega vel.

Það reyndist þess virði að hamast við að skera þá upp því hólkarnir reyndust troðfullir af kókaíni.

Bild segir að lögreglan sé ekki enn búinn að vigta kókaínið og því liggi ekki fyrir hversu mikið magnið er eða hvert söluverðmæti þess væri ef það kæmist í umferð í Evrópu.

Bild segir þó ljóst að um mörg hundruð kíló sé að ræða og að verðmætið hlaupi á sem svarar til mörg hundruð milljóna íslenskra króna.

Það var ekki auðvelt að skera hólkana upp og á endanum gáfust lögreglumenn og þeir sem þeir höfðu fengið til að aðstoða sig, upp á verkinu. Kallað var á slökkviliðið og tókst vöskum slökkviliðsmönnum að skera hólkana upp.

Tveir hafa verið handteknir vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu líkamshluta í ferðatösku

Fundu líkamshluta í ferðatösku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Auknar líkur á að 90 metra langur loftsteinn lendi í árekstri við jörðina

Auknar líkur á að 90 metra langur loftsteinn lendi í árekstri við jörðina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svikin hrottalega af manni sem hún taldi vera vin sinn – Breytti góðum minningum í martraðir

Svikin hrottalega af manni sem hún taldi vera vin sinn – Breytti góðum minningum í martraðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn – Fallegt fólk þénar meira

Ný rannsókn – Fallegt fólk þénar meira
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tímavélin: Óhugnaður á íslenskum sveitabæ – Tekinn af foreldrum sínum og sendur beint í greipar níðings

Tímavélin: Óhugnaður á íslenskum sveitabæ – Tekinn af foreldrum sínum og sendur beint í greipar níðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bæði kynin dragast að klámi

Bæði kynin dragast að klámi