fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Pressan

Birta 20 sekúndna hljóðupptöku sem er sögð varpa ljósi á Titan-harmleikinn

Pressan
Miðvikudaginn 12. febrúar 2025 15:55

Mynd: AP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Strandgæsla Bandaríkjanna hefur gefið út 20 sekúndna hljóðupptöku í tengslum við rannsókn á köfunartækinu Titan sem fórst í júní árið 2023. Fimm voru um borð og ætluðu að skoða brak fræga farþegaskipsins Titanic.

Talið er að á upptökunni megi heyra það þegar köfunartækið féll saman sem varð til þess að allir um borð létu umsvifalaust lífið. Upptakan er tekin um 900 mílum frá slysstað en þar heyrist daufur hvellur sem fylgir svo lamandi þögn. Strandgæslan telur að þetta hafi verið bergmál frá slysinu.

Ef rétt reynist þá mun upptakan verða til þess að rannsóknaraðilar geti betur tímasett nákvæmlega hvenær slysið átti sér stað. Upptakan er frá því um 9:34 um morguninn 18. júní 2023, en þá voru 90 mínútur síðan Titan byrjaði að kafa.

Þó tæplega 2 ár séu liðin frá slysinu er enn til rannsóknar hvað olli því og hvaða ábyrgð fyrirtækið OceanGate ber í málinu.

Fram hefur komið að slysið átti sér stað fljótlega eftir að kafbáturinn missti samband við stjórnstöð. Þetta vissu menn þó ekki þennan örlagaríka dag og var fjórum dögum varið í að leita að kafbátnum. Vonir stóðu til um að kafbáturinn hefði bilað og sokkið til hafbotns. Fréttamiðlar um allan heim greindu frá leitinni en áætlað var að súrefnið í kafbátnum gæti enst í um 70-96 klukkustundir.

Eins hefur komið fram að áður hafði verið varað við því að Titan væri ekki öruggt. OceanGate hafði meira að segja rekið mann sem krafðist þess að áður en kafbáturinn færi í jómfrúarferð sína yrði betur tryggt að hann væri öruggur. Eigandi fyrirtækisins, Stockton Rush, gaf lítið fyrir þessar aðvaranir og sagði bókstaflega að hann væri kominn með nóg af öllum þessum reglum og öryggiskröfum sem væru að halda aftur af nýsköpun. Rush var meðal þeirra sem fórust í slysinu.

Einn samstarfsmaður Rush sagði í skýrslugjöf vegna slyssins að frumkvöðullinn hefði haft meiri metnað fyrir því að koma sjálfum sér á kortið heldur en að tryggja öryggi farþega sinna.

„Hann vissi að þetta myndi á endanum fara svona og hann ætlaði ekki að vera gerður ábyrgur fyrir því. Hann ætlaði að verða frægastur í fjölskyldu sinni.“

Rush hafi því gert allt sem hann gat til að komast framhjá reglum og öryggiskröfum, svo sem með því að flokka farþega sína sem sérfræðinga frekar en ferðamenn. Þar með þurfti hann ekki að fylgja neytendalögum um farþegaferðir.

Þessi samstarfsmaður segir að í raun hafi Rush verið svo skeytingalaus um öryggi farþega að segja mætti að hér væri um glæp að ræða fremur en slys. Rush hafi vitað að svona gæti ferðin endað, en ekkert gert til að tryggja öryggi og ekki varað farþega sína við.

Sjá einnig: Súrefnið talið uppurið í kafbátnum – Þetta er fólkið um borð og stjúpsonurinn sem kom af stað hatursbylgju

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fituhlunkur kom í veg fyrir tónleika Bryan Adams

Fituhlunkur kom í veg fyrir tónleika Bryan Adams
Pressan
Fyrir 2 dögum

Farsíminn sagður geyma mikilvægar vísbendingar í óhugnanlegu morðmáli

Farsíminn sagður geyma mikilvægar vísbendingar í óhugnanlegu morðmáli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mál USAID sláandi dæmi um dreifingu falsfrétta – Fullyrðingarnar sem standast ekki skoðun

Mál USAID sláandi dæmi um dreifingu falsfrétta – Fullyrðingarnar sem standast ekki skoðun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta tvennt hjálpar þér að losna við klósettferðir á nóttunni

Þetta tvennt hjálpar þér að losna við klósettferðir á nóttunni