fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Pressan

Þingkona segist vera þolandi hryllilegs kynferðisofbeldis

Pressan
Þriðjudaginn 11. febrúar 2025 14:30

Bandaríska þingkonan Nancy Mace í þingsal í gær. Hún sakar ríkissaksóknara heimaríkis síns, Alan Wilson, um að hafa vanrækt rannsókn á víðtæku kynferðisofbeldi gegn henni og fleiri konum og stúlkum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska þingkonan Nancy Mace sakaði í gær í ræðu í þingsal fjóra menn, þar á meðal fyrrum unnusta sinn, um nauðgun, kynlífsmansal og annað kynferðisofbeldi gegn henni og fleiri konum.

Mace er Repúblikani og situr í fulltrúadeild þingsins fyrir hönd Suður-Karólínu ríkis.

NBC fjallar um málið.

Mace sakaði einnig ríkissaksóknara Suður-Karólínu Alan Wilson um að hafa hafnað því að ákæra mennina þrátt fyrir að hún hefði komið sönnunargögnum á framfæri við embætti hans. Wilson og Mace eru sagðir verða mögulegir keppinautar um að verða frambjóðandi Repúblikana í ríkisstjórakosningunum í Suður-Karólínu á næsta ári.

Mace sagði í ræðu sinni að hún vildi varpa ljósi á raggeitur sem telji sig geta níðst á konum og komist upp með það.

Sagði hún ofbeldið gegn sér og hinum konunum meðal annars hafa snúist um nauðganir, myndatökur af konum og stúlkum undir lögaldri án þeirra samþykkis og úthugsaða misnotkun á konum og stúlkum í hennar kjördæmi.

Mennirnir fjórir neita allir ásökunum Mace. Fyrrverandi unnusti hennar, Patrick Bryant sem starfar í hugbúnaðargeiranum segist munu sýna yfirvöldum fullan samstarfsvilja með það að markmiði að hreinsa nafn sitt.

Í ræðunni sagði Mace ríkissaksóknarann hafa tafið ransókn málsins eftir að hún hefði framvísað myndböndum, ljósmyndum þar sem sjá hefði mátt mennina fjóra nauðga henni og fleiri konum og einnig hafi hún framvísað ljósmyndum af stúlkum undir lögaldri.

Rænulaus

Mace sagði í ræðunni að Bryant hafi í nóvember 2023 veitt henni aðgang að farsíma sínum og henni hafi brugðið verulega þegar hún hafi skoðað innihaldið. Þar hefði verið um að ræða myndbönd þar sem rænulausum konum hafi verið nauðgað og hún sjálf hafi verið ein af þeim. Hún segir að við þessa sjón hafi hún nánast lamast.

Hún beindi orðum sínum að Wilson ríkissaksóknara og gagnrýndi hann harðlega fyrir að tefja rannsókn málsins. Undir hans stjórn séu konur í Suður-Karólínu sem séu þolendur kynferðisbofbeldis meðhöndlaðar eins og glæpamenn. Hann hafi tafið rannsókn málsins í sjö mánuði.

Skrifstofa Wilson segir ásakanir þingkonunnar ósannar. Annaðhvort skilji hún ekki eða hafi uppi vísvitandi rangfærslur um hlutverk embættisins. Embættið hafi ekki fengið beiðni um aðstoð við rannsókn málsins frá öðrum stofnunum og Wilson og starfslið hans hafi ekki verið meðvitað um ásakanir þingkonunnar fyrr en hún hélt ræðuna. Þingkonan hafi aldrei snúið sér til Wilson með sínar umkvartanir. Starfslið hans vísi þeim sem hafi sönnunargögn um glæpi undir höndum alltaf á löggæsluyfirvöld á hverjum stað. Wilson hafi alltaf á sínum starfsferli staðið vörð um þau sem höllustum fæti standi í þjóðfélaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tímavélin: Óhugnaður á íslenskum sveitabæ – Tekinn af foreldrum sínum og sendur beint í greipar níðings

Tímavélin: Óhugnaður á íslenskum sveitabæ – Tekinn af foreldrum sínum og sendur beint í greipar níðings
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bæði kynin dragast að klámi

Bæði kynin dragast að klámi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur kaffi örvað efnaskiptin

Svona getur kaffi örvað efnaskiptin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Henti handklæðunum í vél – Áttaði sig á mistökunum þegar vélin var búin

Henti handklæðunum í vél – Áttaði sig á mistökunum þegar vélin var búin