fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Pressan

Flugfarþegi „stal“ ítrekað öðru sæti – Vildi ekki sitja hjá eiginmanninum

Pressan
Þriðjudaginn 11. febrúar 2025 11:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona um borð í flugi til Houston í Bandaríkjunum reyndi tvisvar að halda því fram að sætið sem hún sat í væri hennar eigið, áður en hún grátbað farþega um að fá að sitja við hlið hans. Ástæðan var einföld að mati konunnar, hún vildi ekki sitja í eigin sæti við hlið drukkins eiginmanns síns.

Atburðarásin hófst með því að maður ætlaði að setjast í sitt sæti, en konan sat þar fyrir.

„Hann benti konunni á að A sætið væri hans,“ segir í þræði á Reddit um atvikið. „Konan hélt því fram að sætið væri hennar, en maðurinn dró þá upp brottfararspjaldið sitt. Konan reyndi þá að fá manninn til að skipta við sig og setjast í hennar sæti.“ 

Maðurinn neitaði því þannig að konan tók saman sína þrjá persónulegu muni og strunsaði fjórar sætaraðir aftar og settist hinu megin við ganginn, þar sem sá sem skrifaði  þráðinn á Reddit sat. Eftir nokkrar mínútur sneri konan sér að færsluskrifaranum og spurði hvort hún mætti sitja þarna.

„Ég var búinn að kynna mér málin rétt áður en ég fór um borð og flugið var fullt. Þannig að ég svaraði henni að hún gæti líklega ekki setið þarna af því flugið væri fullt.“ 

Þrátt fyrir það kom konan töskunum sínum fyrir og settist. Tveimur mínútum seinna kom sá sem átti sætið og bað konuna um að færa sig. Hún endurtók fyrra athæfi og sagði sætið vera hennar. Þegar henni var bent á annað, þá bað hún um að fá að halda sætinu.

„Í þetta skiptið gaf maðurinn eftir og fór í sætið hennar.“ 

Konan sneri sér því næst að þeim sem skrifaði færsluna á Reddit og upplýsti hvers vegna hún vildi skipta um sæti. 

„Ég vildi ekki sitja í sætinu mínu. Maðurinn minn er þar við hliðina á. Hann er drukkinn og ég vildi ekki eiga við hann,“ sagði konan.

Konan hélt áfram að vera til óþæginda fyrir samferðamenn sína. Hún tók fljótlega upp símann sinn og byrjaði að „tala og horfa á myndbönd“ án heyrnartóla næstu 90 mínúturnar.

Í athugasemdunum voru aðrir Reddit notendur sammála um að konan hefði ekki átt að komast upp með þessa hegðun.

„Þannig að kallinn sem hún plataði úr sætinu sínu þurfti að sitja við hliðina á drukknum eiginmanni hennar? Ég er viss um að það var ekki skemmtilegt fyrir hann. Hver einasta frásögn um svona sætaskiptingar styrkir mig í þeirri trú minni að ég mun aldrei gefa sætið mitt eftir til einhvers sem er sestur í það!“

„Ég elska það þegar fólk reynir að stela sætinu mínu. Það er gaman að segja þeim til syndanna og skamma þau.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona geturðu kynnt þér slagsíðu bandaríska fjölmiðla

Svona geturðu kynnt þér slagsíðu bandaríska fjölmiðla
Pressan
Í gær

Svikin hrottalega af manni sem hún taldi vera vin sinn – Breytti góðum minningum í martraðir

Svikin hrottalega af manni sem hún taldi vera vin sinn – Breytti góðum minningum í martraðir