fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Pressan

Harmleikurinn í Örebro breytti Svíþjóð að eilífu

Pressan
Mánudaginn 10. febrúar 2025 07:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er vitað hvaða hugsanir fóru um huga mannsins sem gekk inn í Riksbergska Campus í Örebro um hádegisbil á þriðjudag í síðustu viku. Hann var með tösku, með fötum til skiptanna, og þrjú af þeim fjórum skotvopnum sem hann hafði leyfi fyrir.

En við vitum að hann skaut tíu til bana, særði fimm og tók síðan eigið líf.

Sænska þjóðin er í áfalli og Svíþjóð verður aldrei söm.

Eins og bent er á í umfjöllun Danska ríkisútvarpsins um málið, þá brenna sumir atburðir sig fasta í minnið okkar og fjöldamorðið þann 4. febrúar 2025 er einn þessara atburða. Eins og morðið á Olof Palme 1986, morðið á Anna Lindh 2003 og hryðjuverkið í Stokkhólmi 2017, þá mun fjöldamorðið í Örebro marka fyrir og eftir í sænskri sögu.

Hver ber ábyrgð?

Nostalgía á það til að fegra minningarnar en í þessu máli er það kannski svolítið sérstakt að Svíar, óháð stjórnmálaskoðunum og heimssýn, eru sammála um að svolítið dýrmætt hafi glatast en þeir eru hins vegar algjörlega ósammála um hver og hvað ber ábyrgð á því.

Vinstri menn segja að aukinn ójöfnuður og einkavæðing hjá hinu opinbera hafi rifið þjóðina í sundur. Hér er gengið út frá þeirri forsendu að afbrot og einangrun frá samfélaginu, sé nær eingöngu afleiðing „félags-efnahagslegra“ þátta – Sem sagt: Ef þú  ert fátæk(ur) og atvinnulaus, er leiðin yfir í afbrot stutt.

Ef hægri menn, sérstaklega Svíþjóðardemókratar, eru spurðir, þá eru það flóttamenn og fjölmenningin sem eiga sökina. Þeir segja að Íslamstrú og menningarlegt viljaleysi til að laga sig að sænskum gildum og hugsanagangi, hafi étið landið innan frá.

Þegar rætt er um afbrot, sem fólk sér, heyrir um og finnur fyrir, þá eru skotárásir, rán, morð á götu úti og sprengjuárásir það sem tryggir Svíþjóð efsta sætið á listum sem allir vilja verma botnsætið á.

Á síðasta aldarfjórðungnum hafa mörkin á því sem getur gerst í Svíþjóð færst til. Stundum með litlum, næstum ósýnilegum skrefum. Stundum með stórum og miklum skrefum.

Það er í þessu samhengi sem horfa þarf á harmleikinn í Örebro. Mörkin fyrir því sem getur gerst í Svíþjóð færðust til enn einu sinni og það á hrottalegri hátt en nokkur gat gert sér í hugarlund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverjar ætla að smíða risastóra sólarorkustöð í geimnum – Gæti aflað meiri orku á einu ári en „öll olían á jörðinni“

Kínverjar ætla að smíða risastóra sólarorkustöð í geimnum – Gæti aflað meiri orku á einu ári en „öll olían á jörðinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flúði úr fangelsi fyrir 50 árum – Núna veit lögreglan loksins hvar hún faldi sig

Flúði úr fangelsi fyrir 50 árum – Núna veit lögreglan loksins hvar hún faldi sig