Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur endurmetið hættuna og telur nú 2,3% líkur á árekstri en áður voru líkurnar taldar vera 1,3%. Þetta kemur fram á heimasíðu NASA.
Talið er að loftsteinninn sé á milli 30 til 90 metrar á lengd en frekari rannsókna er þörf til að hægt sé að skera úr um stærð hans.
Aðeins einu sinni áður hefur loftsteinn verið settur á hærra stig en þriðja stig á fyrrgreindum hættumatslista en byrjað var að nota hann fyrir um 30 árum.
NASA fylgist nú með loftsteininum í gegnum sjónauka hér á jörðinni og mun halda því áfram þar til í apríl. Þá verður loftsteinninn of daufur á himinhvolfinu til að hægt sé að sjá hann. Hann verður síðan aftur sýnilegur í júní 2028.
James Webb geimsjónaukinn, sem er á braut um sólina og er 1,5 milljarða kílómetra frá jörðinni, mun fylgjast með loftsteininum í mars til að afla meiri upplýsinga um stærð hans.
Samhliða því sem betri upplýsingar fást um braut loftsteinsins, mun NASA geta lagt nákvæmara mat á hvort hann lendi í árekstri við jörðina.