En 100 ára sænskur maður, búsettur í Nyköping, lét svikahrapp ekki narra sig, þvert á móti, því hann setti upp snjalla gildru sem varð svikahrappinum að falli.
Södermanlands Nyheter segir að svikahrappur, kona, hafi hringt í manninn og sagt að svikahrappar hefðu komist inn á bankareikning hans og eina leiðin til að tryggja að þeir gætu ekki náð peningunum hans, yrði hann að láta henni kortaupplýsingar sínar í té.
Gamli maðurinn ákvað að taka þátt í þessu og þau sömdu um að konan myndi koma heim til hans til að fá greiðslukortið hans og nauðsynlegar upplýsingar.
En um leið og símtalinu lauk, hringdi hann í lögregluna.
Þegar konan kom heim til mannsins reiknaði hún væntanlega með að hitta auðtrúa gamlan mann. En þess í stað var það lögreglan sem beið hennar og handtók hana.
Konan á ákæru yfir höfði sér fyrir tilraun til fjársvika.