Svo virðist sem þetta útlit njóti vaxandi vinsælda meðal kvenna. Í rannsókn, sem var gerð af dating.com, kemur fram að 75% einhleypra kvenna kjósa karla með „pabbalíkama“ frekar en þá sem eru með grjótharða magavöðva.
Þetta trend, sem hefur sótt í sig veðrið á síðustu árum, er ákveðin áskorun fyrir standardana fyrir karlmannlega fegurð eins og fjölmiðlar miðla svo gjarnan.
Á tímum, þar sem myndir af „fögrum“ líkömum fylla skjáina okkar, þá virðist náttúrulegt útlit loksins vera farið að sækja í sig veðrið og heilla sífellt fleiri.
„Pabbalíkaminn“ er afturhvarf til mýkri nálgunar hvað varðar fegurð karla, víðs fjarri ofþjálfaðra líkama. Margar konur líta á þetta „eðlilegra“ viðhorf sem aðgengilegra, hlýrra og tryggara. Þetta þykir merki um karlmann sem er ánægður með líkama sinn og eyðir ekki tíma í að mæla vöðva sína. Í stuttu máli sagt, maki sem leggur áherslu á lífsgleðina frekar en leitina að hinum fullkomna líkama.
Eftir því sem kemur fram í rannsókn dating.com, þá eru nokkrar ástæður fyrir þessu vali kvenna.
Minni pressa – Frásagnir sumra kvenna sýna að það að vera í sambandi við karlmann með „afslappaðri“ líkama, gerir að verkum að þeim finnst þær ekki undir jafn miklum þrýstingi hvað varðar eigið útlit. Það er auðveldara að vera „þú sjálf“ án þess að bera þig saman við „ofurþjálfaðan“ maka.
Merki um traust – „Pabbalíkami“ er einnig merki um náttúrulegt sjálfstraust. Þessir karlar eru ekki að reyna að heilla neinn með því að eyða tíma í líkamsrækt og það er hægt að skilja það sem ákveðið form aðlaðandi sjálfstrausts. 79% karla með „pabbalíkama“ segja að þeim líði mjög vel í eiginn líkama og þetta þykir mörgum konum sérstaklega aðlaðandi við þá.
Meiri lífsnautn – Karlmaður sem nýtur þess að borða pitsu á föstudegi eða ís að sumri til, virðist bara vera skemmtilegri. Lífsgleðin verður meira virði en matartabú.
Það er rétt að hafa í huga að 20% þeirra kvenna, sem kjósa „pabbalíkama“ segjast leggja meiri vigt á persónuleikann en útlitið. Þetta er áminning um að það að laðast að einhverjum og finna hamingjuna með viðkomandi, er háð fleiri þáttum en útliti.