Vertu tilbúin með dæmi um frammistöðu þína og vertu opin(n) fyrir samræðum um frammistöðu þína og annað sem tengist hugsanlegri launahækkun.
Aukin ábyrgð – Ef þú hefur fengið fleiri verkefni, stærri verkefni eða hlutverk yfirmanns, þá gæti það verið merki um að tími sé til kominn að ræða um launahækkun.
Góð frammistaða – Ef þú hefur náð betri árangri en vænst var af þér eða lagt mikið af mörkum við rekstur fyrirtækisins, þá er það sterk vísbending um að þú þurfir að íhuga hvort launin þín endurspegli frammistöðu þína.
Engin launahækkun í langan tíma – Ef þú hefur ekki fengið launahækkun árum saman, þá er kannski kominn tími til að skoða þau mál.
Markaðurinn hefur breyst – Ef þú kemst að því að laun fyrir sama starf og þú sinnir, hafa hækkað í þínum geira, eða ef þú telur að launin endurspegli ekki reynslu þína, þá er það hugsanlega merki um að tími sé til kominn til að ræða um hærri laun.