fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Pressan

Skoða óhugnanlega kenningu í máli breskra hjóna sem fundust myrt í Frakklandi

Pressan
Laugardaginn 8. febrúar 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumenn í Frakklandi skoða nú hvort breskir glæpamenn hafi verið að verki þegar bresk hjón fundust myrt á heimili sínu í Les Pesquiés í suðurhluta Frakklands á fimmtudag.

Andrew og Dawn Searle, sem bæði voru á sjötugsaldri, fundust látin og bentu verksummerki til þess að um hafi verið að ræða misheppnaða innbrots- eða ránstilraun.

Það er einkum bakgrunnur Andrews sem gefur kenningu lögreglu byr undir báða vængi en hann starfaði í tuttugu ár hjá efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar þar sem hann upprætti meðal annars skipulagða glæpahópa og peningaþvætti.

Andrew og Dawn höfðu verið búsett í Frakklandi frá árinu 2015 en Andrew var áður með aðsetur í Edinborg í Skotlandi þar sem hann starfaði lengst af á sínum ferli.

„Þau voru í góðu formi, vinsæl í bænum og það er kenning uppi um að glæpamenn frá Bretlandseyjum hafi verið á eftir þeim,“ segir einn aðili sem kemur að rannsókninni í samtali við Mail Online.

Mail Online ræddi við nágranna hjónanna í gær og eru margir í áfalli yfir morðunum, enda Les Pesquiés friðsæll staður og lítið um alvarlega glæpi á þeim slóðum.

„Þau voru yndisleg og það var mjög sjokkerandi að heyra af þessu. Þau voru mjög vinaleg og opin og skemmtileg. Það sem hefur gerst hér hefur valdið talsverðri hræðslu,“ segir nágranninn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ítalskur læknir ákærður í óvenjulegu máli þar sem kötturinn hans kemur við sögu

Ítalskur læknir ákærður í óvenjulegu máli þar sem kötturinn hans kemur við sögu
Pressan
Í gær

Leyniupptaka afhjúpar hvað Musk og félagar ætla sér að gera

Leyniupptaka afhjúpar hvað Musk og félagar ætla sér að gera
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flutti frá Bandaríkjunum og myrti dóttur sína síðan – Sagði hana hafa birt „ámælisverð“ myndbönd á TikTok

Flutti frá Bandaríkjunum og myrti dóttur sína síðan – Sagði hana hafa birt „ámælisverð“ myndbönd á TikTok
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegur fundur í báti í Karíbahafi

Óhugnanlegur fundur í báti í Karíbahafi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gripinn með buxurnar á hælunum og liminn í lúkunum í sundi – Sagðist vera að verma „kjúllan“

Gripinn með buxurnar á hælunum og liminn í lúkunum í sundi – Sagðist vera að verma „kjúllan“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann ælu – „Ég hugsaði bara með mér að þessa klessu yrði ég að taka með heim“

Fann ælu – „Ég hugsaði bara með mér að þessa klessu yrði ég að taka með heim“