Stöðin verður 1 km á breidd og mun hún streyma endalausri orku niður til jarðarinnar með örbylgjum. Live Science skýrir frá þessu.
Stöðin verður á braut um jörðina í 36.000 km fjarlægð. Long Lehao, aðalhönnuður eldflauganna, sem verða notaðar til að koma geimstöðinni á braut, sagði á fundi hjá kínversku vísindaakademíunni að hér sé um ótrúlegt verkefni að ræða. Orkan sem muni verða aflað á einu ári, verði jafn mikil og orkan úr allri olíunni sem sé hægt að vinna úr jörðu.
Þrátt fyrir miklar tækniframfarir á sviði sólarorku, þá mun verkefnið standa frammi fyrir ákveðnum takmörkunum. Til dæmis skýjum og því að gufuhvolfið drekkur megnið af sólargeislunum í sig áður en þeir ná til jarðar.