fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Pressan

Flúði úr fangelsi fyrir 50 árum – Núna veit lögreglan loksins hvar hún faldi sig

Pressan
Föstudaginn 7. febrúar 2025 22:00

Sharon Kinne. Mynd:Jackson County, Mo., Sheriff's Office

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan segist hafa leyst ráðgátuna um hvað varð um bandaríska konu sem flúði úr mexíkósku fangelsi fyrir rúmlega 50 árum.

Skömmu fyrir 25 ára afmælisdaginn sinn var Sharon Kinne ákærð fyrir að hafa myrt eiginmann sinn, eiginkonu unnusta síns og mann sem hún hitti á bar í Mexíkó. Henni tókst síðan að flýja úr kvennafangelsi í Mexíkó í byrjun desember 1969. Eftir það var ekkert vitað um hvar hún hélt sig en mikið hefur verið fjallað um mál hennar í hlaðvörpum, sjónvarpsþáttum og bók hefur verið skrifuð um það.

En nú hefur málið verið leyst að sögn lögreglunnar. The Independent skýrir frá þessu og segir að staðfest hafi verið að Sharon hafi látist af eðlilegum orsökum í Alberta í Kanada í janúar 2022. Þar gekk hún undir nafninu Diedra Glabus.

Lögreglan í Kansas City í Missouri í Bandaríkjunum skýrði frá þessu á fréttamannafundi og sagði um leið frá því að öll mál varðandi hana hafi nú verið felld niður.

Dustin Love, talsmaður lögreglunnar, sagðist gjarnan hafa viljað haft tækifæri til að sitja gegnt henni og ræða við hana. Það hafi verið óheppilegt að ekki tókst að hafa hendur í hári hennar á meðan hún var á lífi en hún hafi verið mjög góð í því sem hún gerði.

Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að Sharon giftist nokkrum sinnum eftir flóttann úr fangelsinu. Þar á meðal giftist hún manni að nafni James Glabus í Los Angeles. Hún stofnaði nokkrar fjölskyldur og notaði hin ýmsu nöfn. Love sagði að fjölskyldur hennar hafi óskað nafnleyndar og lögreglan virði þær óskir.

Ekki er vitað með vissu hvað hún tók sér fyrir hendur á áttunda áratugnum en hún bjó í Alberta í Kanada frá 1979 að minnsta kosti. Lögreglan er enn að leita upplýsinga um dvalarstaði hennar frá 1969 til 1979.

Lögreglunni tókst að bera kennsl á Sharon vegna fingrafara hennar. Fingraför hennar, sem útfararstofan sem sá um útför hennar tók, pössuðu fullkomlega við fingraför sem voru tekin af henni í tengslum við morðrannsóknirnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn útskýra af hverju við höfum alltaf pláss fyrir eftirmat

Vísindamenn útskýra af hverju við höfum alltaf pláss fyrir eftirmat
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta þrennt kemur í veg fyrir ísmyndun í frystinum

Þetta þrennt kemur í veg fyrir ísmyndun í frystinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Með þessu ráði er leikur einn að þrífa bakstursofninn – Aðeins þrjú efni

Með þessu ráði er leikur einn að þrífa bakstursofninn – Aðeins þrjú efni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimskulegt uppátæki í skíðalyftu dregur dilk á eftir sér – Sjáðu myndbandið

Heimskulegt uppátæki í skíðalyftu dregur dilk á eftir sér – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrsta manntalið í tæp 40 ár – Landsmönnum hafði fjölgað mikið miðað við síðustu áætlun

Fyrsta manntalið í tæp 40 ár – Landsmönnum hafði fjölgað mikið miðað við síðustu áætlun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður líklega dæmd í lífstíðarfangelsi eftir harmleik í barnaafmæli

Verður líklega dæmd í lífstíðarfangelsi eftir harmleik í barnaafmæli