Ástæðan fyrir málshöfðuninni er að X telur að fyrirtækin hafi á ólögmætan hátt sniðgengið X sem auglýsingamiðil.
NPR skýrir frá þessu og segir að Lego hafi upphaflega ekki verið á listanum yfir þau fyrirtæki sem X höfðaði mál gegn en hafi bætt Lego við listann fyrir helgi.
Málshöfðuninni var upphaflega beint gegn auglýsingasambandinu World Federation af Advertisers.
Í málsgögnum kemur fram að 18 fyrirtæki hafi hætt að auglýsa á X eftir að Elon Musk keypti miðilinn 2022. Eru fyrirtækin sökuð um ólöglega sniðgöngu þegar kemur að því að auglýsa á X sem hét þá Twitter.
Fyrirtækin og samböndin sem málshöfðunin nær til eru:
World Federation of Advertisers
Mars
CVS Health Corporation
Ørsted A/S
Twitch Interactive
Nestlé
Abbott Laboratories
Colgate-Palmolive
Lego A/S
Tyson Foods
Shell
Fyrirtækin voru öll meðlimir í Global Alliance for Responsible Media sem er deild innan World Federation of Advertisers.