fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Pressan

Skipti um flugsæti svo hjón gætu setið saman – Áttaði sig svo á að hún var höfð að fífli

Pressan
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 15:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfarþegi nokkur ákvað að gera góðverk og skipta um sæti svo hjón gætu setið saman í fluginu. Stuttu seinna áttaði hún sig svo á að hjónin höfðu platað hana.

 „Er sætiskarma eitthvað fyrirbæri?“ spurði konan á Reddit þar sem hún sagði frá atvikinu.

Sagðist hún hafa verið sest í gluggasætið sitt þegar karlmaðurinn í miðsætinu við hlið hennar bankaði á öxl hennar. Hann lét í ljós að hann talaði ekki ensku, hélt síðan upp símanum sínum með með þýðingarforriti af japönsku yfir á ensku þar sem hann spurði konuna hvort hún gæti skipt um sæti við konuna hans svo þau gætu setið saman.

Maðurinn benti síðan yfir ganginn þar sem konan hans sat í gluggasæti.

Konan sagði það lítið mál að skipta og settist í sæti konunnar við gluggann, sæti 12F. Hún dottaði  svo og var vakinn af stórum og sterklegum manni sem hristi hana og sagði hana sitja í sætinu sínu. Maðurinn var nokkuð æstur og reyndi konan að útskýra að hún hefði skipt gluggasætinu sínu fyrir gluggasæti annarrar konu.

Í ljós kom að stóri maðurinn átti sæti 12F. Og japanska konan átti miðsætið en sat í röngu sæti þegar eiginmaður hennar bað um sætaskiptin.

Konan settist því í miðsætið og reyndi að ná athygli japönsku hjónanna hinu megin við ganginn en hún sagði þau algjörlega hafa hunsað sig. Konan sat því tveggja tíma flug

frá Orlando til Washington í miðsætinu og velti því fyrir sér hvort sætiskarma væri eitthvað fyrirbæri.

Notendur Reddit sýndu konunni skilning og bentu henni og öðrum um leið á aðferðir til að koma í veg fyrir svona plat í framtíðinni.

„Ef ég verð beðinn um að skipta um sæti ætla ég að biðja um brottfararspjald hins aðilans bara til að staðfesta hvar hans sæti er,“ skrifaði einn notandi.

Aðrir bentu konunni á að hún hefði átt kalla á flugþjón til að fá aftur upphaflegt sæti sitt.

„Minnstu ekki einu sinni á skiptin við hjónin. Segðu bara að sá stóri hafi bent þér á að þú ert í röngu sæti og þú þurfir að fara í þitt rétta sæti.“

„Þú varst plötuð,“ voru flestir sammála um í athugasemdum, hvort sem hjónin hefðu gert það óvart eða viljandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hættu í megrun – Svona léttist þú án þess að svelta þig

Hættu í megrun – Svona léttist þú án þess að svelta þig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullar myndir frá Mars valda fjaðrafoki hjá samsæriskenningasmiðum – Musk vill rannsaka málið

Dularfullar myndir frá Mars valda fjaðrafoki hjá samsæriskenningasmiðum – Musk vill rannsaka málið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi þjóð borðar mest af súkkulaði

Þessi þjóð borðar mest af súkkulaði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Settu 25 kg ferðatösku ofan á rúmið til að halda barninu í því – Það kramdist til bana

Settu 25 kg ferðatösku ofan á rúmið til að halda barninu í því – Það kramdist til bana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Baráttuandi meðal ríkisstarfsmanna Bandaríkjanna sem ætla að verja lýðræðið – „Við eigum í stríði“

Baráttuandi meðal ríkisstarfsmanna Bandaríkjanna sem ætla að verja lýðræðið – „Við eigum í stríði“