fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Pressan

Fann ælu – „Ég hugsaði bara með mér að þessa klessu yrði ég að taka með heim“

Pressan
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 07:30

Umrædd æla. Skjáskot/DR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hugsaði bara með mér að þessa klessu yrði ég að taka með heim“, sagði Peter Bennicke um það sem hann fann þegar hann var í göngutúr við Stevns Klint í Danmörku í nóvember.

Danska ríkisútvarpið segir að Bennicke, sem hefur augun alltaf opin fyrir steingervingum, hafi fundið undarlega hrúgu af beinum í steini sem hann fann við Stevns Klint. Í fyrstu taldi hann að þetta væri ekki ýkja merkilegt.

„En þegar ég sat og skoðaði þetta, varð skýrara og skýrara að þetta gæti verið spennandi steingervingur,“ sagði hann.

Hann fór því með hann til Geomuseum Faxe þar sem steinninn var hreinsaður og rannsakaður.

Þetta reyndist vera æla úr fiski sem hafði étið sæliljur og síðan kastað þessari ómeltanlegu máltíð upp. Ælan er 66 milljóna ára gömul. Sem sagt frá því áður en risaeðlurnar dóu út.

Jesper Milán, safnstjóri Geomuseum Faxe, sagði þetta vera mjög spennandi fund og að við getum lært margt af ælunni. „Við getum lært hvaða dýr voru í sjónum á þessum tíma og hvernig þau lifðu og hvað þau átu,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfullt mannshvarf – Hvað varð um hana?

Dularfullt mannshvarf – Hvað varð um hana?
Pressan
Í gær

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi í neyðarlínuna og bað um aðstoð við að myrða Donald Trump

Hringdi í neyðarlínuna og bað um aðstoð við að myrða Donald Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gefur ekkert eftir og lætur Trump heyra það – „Þessari ringulreið verður að linna“

Gefur ekkert eftir og lætur Trump heyra það – „Þessari ringulreið verður að linna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tíu ára drengur lést eftir að fósturmóðir hans settist ofan á hann

Tíu ára drengur lést eftir að fósturmóðir hans settist ofan á hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka dularfullt hvarf ungs háskólanema

Rannsaka dularfullt hvarf ungs háskólanema
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er rétta aðferðin þegar pítsusósa er sett á pítsu

Þetta er rétta aðferðin þegar pítsusósa er sett á pítsu